„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2024 13:58 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í Smiðju í dag. Vísir/Vilhelm Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18