Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 07:17 Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum. Stjórnvöld hafa nú boðað tvöföldun kolefnisgjalds, sem á að skila 7,6 milljörðum króna til viðbótar. Nú vill svo til að kolefnisgjald er ekki ýkja oft til umræðu. Einna helst þegar það hækkar, sem það hefur vissulega gert og reyndar fimmfaldast frá því það var tekið upp árið 2010. Verði af þessari hækkun þá hefur þetta gjald tífaldast á 14 árum. Tvöföldun skattsins fyrir sjávarútveg Í frumvarpsdrögum um kílómetragjald á ökutæki, sem ætlað er að gera breytingar á skattlagningu af veganotkun, er einnig fjallað um breytingar á kolefnisgjaldi. Áhrif á ökutæki sem brenna eldsneyti er augljóslega ætlað að vera lítil sem engin og í raun breyting á gjaldtöku en ekki bein hækkun, þó undantekningar séu á því. Aftur á móti skortir alla umfjöllun og mat á áhrifum á aðrar greinar en samgöngur sem ekki nota vegakerfið. Það er skylda stjórnvalda að leggja mat á og upplýsa hvaða afleiðingar lagabreytingarnar muni hafa. Þetta hefur því miður misfarist og í frumvarpinu er ekki lagt mat á áhrif hækkunar gjaldsins á fiskiskip. Fyrir liggur að sjávarútvegur greiðir nú þegar 30-35% af öllu kolefnisgjaldi. Ef breytingin nær fram að ganga munu þessir umhverfisskattar frá fiskiskipaflotanum hækka úr 2,2 milljörðum króna í 4,4 milljarða króna. En hvaða áhrif hefur slík hækkun á greinina? Það segir sig sjálft að áhrifin verða töluverð. Ekki síst vegna þess að margar af þeim þjóðum sem við keppum við hafa undanþegið sjávarútveg frá slíkum greiðslum. Í Noregi þurfa fyrirtæki að greiða kolefnisgjald. Sá er þó munurinn að norska ríkið endurgreiðir fiskiskipum stóran hluta þess. Norski matvælaráðherrann hefur í ofanálag ákveðið að bæta verulega í þessar endurgreiðslur, enda þjónaði gjaldið að sögn ekki tilgangi sínum, sem átti að vera hvatning til að nota græna orku. Hún orðaði það á þann hátt að þegar ekki væru til aðrar lausnir, þá væri ekki verjandi að ýta heilli atvinnugrein yfir brúnina. Orkan er uppseld Það væri heillandi ef íslensk stjórnvöld myndu átta sig á þessu. Ekki aðeins þegar kemur að fiskiskipum heldur líka gagnvart fiskimjölsverksmiðjum. Miklum fjármunum hefur verið varið í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja til að stuðla að frekari orkuskiptum í sjávarútvegi. Nú er hins vegar svo komið að rafmagnið er uppselt og því eru fiskimjölsverksmiðjurnar tilneyddar til frekari notkunar á olíu. Og fyrir það er þeim nú refsað með aukinni skattheimtu. Það ættu flestir að sjá óréttlætið í þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir að hækkun kolefnisgjalds mun leggjast sérstaklega þungt á íslenskan sjávarútveg og það með ósanngjörnum hætti. Það má fullyrða að engin atvinnugrein hefur undanfarin ár lagt jafn ríka áherslu á umhverfisvænan rekstur og sjávarútvegurinn. Þar sem grænar lausnir eru mögulegar hefur sjávarútvegurinn verið í fararbroddi svo eftir hefur verið tekið. Hægt er að nefna rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, sparneytnari skip, endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra, landtengingar við hafnir og margt fleira. Með hagræðingu í fiskiskipaflotanum, færri og stærri skipum og nýjum lausnum, hefur tekist að draga verulega úr olíunotkun. Staðreyndin er sú að íslenski flotinn hefur dregið úr olíunotkun um tæp 40% á síðustu 35 árum. Til að setja það í samhengi er mikilvægt að benda á að á sama tíma hefur heildarolíunotkun Íslands aukist! Minnkandi samkeppnishæfni Lega Íslands, og staðsetning helstu fiskimiða okkar og markaða, er með þeim hætti að við þurfum olíu áfram. Þó að í gangi séu tilraunir með grænt eldsneyti fyrir fiskiskip, þá liggur fyrir að slíkar lausnir eru ekki í sjónmáli. Tvöföldun á kolefnisgjaldi er því mikið högg fyrir greinina og mun í raun vinna gegn markmiðum í loftslagsmálum og orkuskiptum með því að skerða fjárfestingargetu fyrirtækjanna í umhverfisvænni tækni og lausnum. Kolefnisgjald hljómar eins og gjald sem eðlilegt er að greiða til að leggja okkar af mörkum til umhverfismála. Niðurstaðan er hins vegar þveröfug, eins og hér hefur verið bent á. Við það bætist að samkeppnisstaða strandsiglinga versnar til muna á meðan gjaldtaka lækkar á eyðslufrekustu vörubílana sem slíta vegakerfið í stórum stíl. Það er vandséð hvernig það eigi að stuðla að eflingu strandsiglinga með vörur sem stefnt er að. Að auki hækka álögur á rafmagns- og eyðslugranna bíla meira en á eyðslumeiri farartæki. Staðreyndin er sú að gjaldið er í raun skattur sem hefur hækkað stjórnlaust síðustu árin. Honum er laumað í gegn í nafni umhverfisins og nú á að sækja 7,6 milljarða til viðbótar með grænþvotti. Það eina sem þessi skattlagning gerir er að veikja íslenskan sjávarútveg, höggva skarð í samkeppnisstöðu Íslendinga og draga úr fjárfestingargetu íslenskra fyrirtækja - í raunverulega grænum lausnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum. Stjórnvöld hafa nú boðað tvöföldun kolefnisgjalds, sem á að skila 7,6 milljörðum króna til viðbótar. Nú vill svo til að kolefnisgjald er ekki ýkja oft til umræðu. Einna helst þegar það hækkar, sem það hefur vissulega gert og reyndar fimmfaldast frá því það var tekið upp árið 2010. Verði af þessari hækkun þá hefur þetta gjald tífaldast á 14 árum. Tvöföldun skattsins fyrir sjávarútveg Í frumvarpsdrögum um kílómetragjald á ökutæki, sem ætlað er að gera breytingar á skattlagningu af veganotkun, er einnig fjallað um breytingar á kolefnisgjaldi. Áhrif á ökutæki sem brenna eldsneyti er augljóslega ætlað að vera lítil sem engin og í raun breyting á gjaldtöku en ekki bein hækkun, þó undantekningar séu á því. Aftur á móti skortir alla umfjöllun og mat á áhrifum á aðrar greinar en samgöngur sem ekki nota vegakerfið. Það er skylda stjórnvalda að leggja mat á og upplýsa hvaða afleiðingar lagabreytingarnar muni hafa. Þetta hefur því miður misfarist og í frumvarpinu er ekki lagt mat á áhrif hækkunar gjaldsins á fiskiskip. Fyrir liggur að sjávarútvegur greiðir nú þegar 30-35% af öllu kolefnisgjaldi. Ef breytingin nær fram að ganga munu þessir umhverfisskattar frá fiskiskipaflotanum hækka úr 2,2 milljörðum króna í 4,4 milljarða króna. En hvaða áhrif hefur slík hækkun á greinina? Það segir sig sjálft að áhrifin verða töluverð. Ekki síst vegna þess að margar af þeim þjóðum sem við keppum við hafa undanþegið sjávarútveg frá slíkum greiðslum. Í Noregi þurfa fyrirtæki að greiða kolefnisgjald. Sá er þó munurinn að norska ríkið endurgreiðir fiskiskipum stóran hluta þess. Norski matvælaráðherrann hefur í ofanálag ákveðið að bæta verulega í þessar endurgreiðslur, enda þjónaði gjaldið að sögn ekki tilgangi sínum, sem átti að vera hvatning til að nota græna orku. Hún orðaði það á þann hátt að þegar ekki væru til aðrar lausnir, þá væri ekki verjandi að ýta heilli atvinnugrein yfir brúnina. Orkan er uppseld Það væri heillandi ef íslensk stjórnvöld myndu átta sig á þessu. Ekki aðeins þegar kemur að fiskiskipum heldur líka gagnvart fiskimjölsverksmiðjum. Miklum fjármunum hefur verið varið í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja til að stuðla að frekari orkuskiptum í sjávarútvegi. Nú er hins vegar svo komið að rafmagnið er uppselt og því eru fiskimjölsverksmiðjurnar tilneyddar til frekari notkunar á olíu. Og fyrir það er þeim nú refsað með aukinni skattheimtu. Það ættu flestir að sjá óréttlætið í þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir að hækkun kolefnisgjalds mun leggjast sérstaklega þungt á íslenskan sjávarútveg og það með ósanngjörnum hætti. Það má fullyrða að engin atvinnugrein hefur undanfarin ár lagt jafn ríka áherslu á umhverfisvænan rekstur og sjávarútvegurinn. Þar sem grænar lausnir eru mögulegar hefur sjávarútvegurinn verið í fararbroddi svo eftir hefur verið tekið. Hægt er að nefna rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, sparneytnari skip, endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra, landtengingar við hafnir og margt fleira. Með hagræðingu í fiskiskipaflotanum, færri og stærri skipum og nýjum lausnum, hefur tekist að draga verulega úr olíunotkun. Staðreyndin er sú að íslenski flotinn hefur dregið úr olíunotkun um tæp 40% á síðustu 35 árum. Til að setja það í samhengi er mikilvægt að benda á að á sama tíma hefur heildarolíunotkun Íslands aukist! Minnkandi samkeppnishæfni Lega Íslands, og staðsetning helstu fiskimiða okkar og markaða, er með þeim hætti að við þurfum olíu áfram. Þó að í gangi séu tilraunir með grænt eldsneyti fyrir fiskiskip, þá liggur fyrir að slíkar lausnir eru ekki í sjónmáli. Tvöföldun á kolefnisgjaldi er því mikið högg fyrir greinina og mun í raun vinna gegn markmiðum í loftslagsmálum og orkuskiptum með því að skerða fjárfestingargetu fyrirtækjanna í umhverfisvænni tækni og lausnum. Kolefnisgjald hljómar eins og gjald sem eðlilegt er að greiða til að leggja okkar af mörkum til umhverfismála. Niðurstaðan er hins vegar þveröfug, eins og hér hefur verið bent á. Við það bætist að samkeppnisstaða strandsiglinga versnar til muna á meðan gjaldtaka lækkar á eyðslufrekustu vörubílana sem slíta vegakerfið í stórum stíl. Það er vandséð hvernig það eigi að stuðla að eflingu strandsiglinga með vörur sem stefnt er að. Að auki hækka álögur á rafmagns- og eyðslugranna bíla meira en á eyðslumeiri farartæki. Staðreyndin er sú að gjaldið er í raun skattur sem hefur hækkað stjórnlaust síðustu árin. Honum er laumað í gegn í nafni umhverfisins og nú á að sækja 7,6 milljarða til viðbótar með grænþvotti. Það eina sem þessi skattlagning gerir er að veikja íslenskan sjávarútveg, höggva skarð í samkeppnisstöðu Íslendinga og draga úr fjárfestingargetu íslenskra fyrirtækja - í raunverulega grænum lausnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar