Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 23:27 Teodoro Obiang Nguema forseti Miðbaugs-Gíneu er frændi Engonga, mannsins sem kynlífsmyndböndum var dreift af. getty Kynlífsskandall skekur nú afríkuríkið Miðbaugs-Gíneu, eitt fátækasta ríki heims. Á bilinu 150 til 400 kynlífsmyndböndum hefur verið lekið um netið síðustu daga sem sýna háttsettan embættismann og frænda forseta landsins, Baltasar Ebang Engonga, í kynlífsathöfnum við hinar ýmsu konur. Sumar þeirra eru eiginkonur annarra stjórnmálamanna landsins. Í frétt BBC um málið kemur fram að grunur leiki á að lekinn sé samsæri gegn Engonga. Það hefur hins vegar reynst fjölmiðlum erfitt að staðreyna upplýsingar í málinu enda ríkir ekki fjölmiðlafrelsi í landinu. Það liggur aftur á móti fyrir að fyrrgreindum myndböndum hefur verið lekið. Í frétt BBC segir að Engonga hafi fengið viðurnefnið „Bello“ þar sem hann þyki einstaklega myndarlegur. Kynlífsmyndböndin hafi mörg hver tekin á skrifstofu Engonga, sem gegnir embætti forstjóra fjármálaeftirlits landsins, og virðist konurnar margar meðvitaðar um að verið sé að taka þær upp. Þrátt fyrir stöðu hans innan fjármálaeftirlitsins var Engonga sjálfur rannsakaður fyrir fjármálamisferli og handtekinn 25. október síðastliðinn fyrir skattsvik. Fartölva hans var tekin í aðgerðum lögreglu og nokkrum dögum síðar fóru myndböndin umræddu í dreifingu víða á netinu. Engonga er frændi forsetans Teodoro Obiang Nguema, sem nú er kominn á 82 aldursár, en Engonga hefur lengi talinn með líklegustu mönnum til að taka við af Nguema. Sá hefur verið við völd frá árinu 1979 og endurkjörinn nokkrum sinnum, á milli þess sem pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir eða teknir af lífi. Miðbaugs-Gínea er eins og áður segir eitt fátækasta ríki heims en þar búa um 1,7 milljónir manna. Þetta er ekki fyrsti skandallinn sem kemur upp í ríkinu. Margir skandalar tengjast syni Nguema forseta, Teodoro Obiang Mangue, sem nú er varaforseti. Sá hefur lifað glamúrlífi og átti á einum tímapunkti demantshanska sem áður var í eigu Michael Jackson. Sá hanski var metinn á 42 milljónir króna. Hanski Jackson var eitt sinn í eigu varaforseta Miðbaugs-Gíneu.getty Miðbaugs-Gínea Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Í frétt BBC um málið kemur fram að grunur leiki á að lekinn sé samsæri gegn Engonga. Það hefur hins vegar reynst fjölmiðlum erfitt að staðreyna upplýsingar í málinu enda ríkir ekki fjölmiðlafrelsi í landinu. Það liggur aftur á móti fyrir að fyrrgreindum myndböndum hefur verið lekið. Í frétt BBC segir að Engonga hafi fengið viðurnefnið „Bello“ þar sem hann þyki einstaklega myndarlegur. Kynlífsmyndböndin hafi mörg hver tekin á skrifstofu Engonga, sem gegnir embætti forstjóra fjármálaeftirlits landsins, og virðist konurnar margar meðvitaðar um að verið sé að taka þær upp. Þrátt fyrir stöðu hans innan fjármálaeftirlitsins var Engonga sjálfur rannsakaður fyrir fjármálamisferli og handtekinn 25. október síðastliðinn fyrir skattsvik. Fartölva hans var tekin í aðgerðum lögreglu og nokkrum dögum síðar fóru myndböndin umræddu í dreifingu víða á netinu. Engonga er frændi forsetans Teodoro Obiang Nguema, sem nú er kominn á 82 aldursár, en Engonga hefur lengi talinn með líklegustu mönnum til að taka við af Nguema. Sá hefur verið við völd frá árinu 1979 og endurkjörinn nokkrum sinnum, á milli þess sem pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir eða teknir af lífi. Miðbaugs-Gínea er eins og áður segir eitt fátækasta ríki heims en þar búa um 1,7 milljónir manna. Þetta er ekki fyrsti skandallinn sem kemur upp í ríkinu. Margir skandalar tengjast syni Nguema forseta, Teodoro Obiang Mangue, sem nú er varaforseti. Sá hefur lifað glamúrlífi og átti á einum tímapunkti demantshanska sem áður var í eigu Michael Jackson. Sá hanski var metinn á 42 milljónir króna. Hanski Jackson var eitt sinn í eigu varaforseta Miðbaugs-Gíneu.getty
Miðbaugs-Gínea Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira