Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2024 10:05 Lögreglumenn í rigningunni utan við hæstarétt Brasilíu eftir að karlmaður sprengdi sig í loft upp þar í gærkvöldi. Vísir/EPA Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. Tvær sprengingar urðu utan við hæstaréttarbygginguna skömmu eftir að dómurinn lauk störfum í gær. Sú fyrri varð í bíl sem sá látni átti, að sögn Celinu Leao, aðstoðarríkisstjóra Brasilíuborgar. Nokkrum sekúndum síðar sprengdi maðurinn sig upp fyrir framan dómshúsið. Hæstaréttardómurunum var komið í öryuggt skjól þegar sprengingarnar hófust. Sprengjusérfræðingar lögreglu notuðu vélmenni til þess að rannsaka þær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla hefur enn ekki borið kennsl á manninn en óttast var að fleiri sprengjur væri að finna á líkinu. Að svo stöddu er talið að hann hafi verið einn að verki. Leao sagði þó ekki hægt að útiloka að hann hefði átt sér samverkamenn. Torg þriggja greina ríkisvaldsins sem tengir höfuðstöðvar þriggja greina brasilísku alríkisstjórnarinnar var vettvangur óeirða stuðningsmanna Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, í fyrra. Þeir gengu berserksgang í stjórnarbyggingum til þess að mótmæla tapi hans í forsetakosninum í anda stuðningsmanna Donalds Trump í Bandaríkjunum árinu fyrr. Sprengingarnar í gær eru sagðar vekja um áleitnar spurningar um öryggismál í Brasilíu í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna sem á að hefjast í Ríó í næstu viku og opinberrar heimsóknar Xi Jinping, forseta Kína, til höfuðborgarinnar skömmu síðar. Brasilía Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tvær sprengingar urðu utan við hæstaréttarbygginguna skömmu eftir að dómurinn lauk störfum í gær. Sú fyrri varð í bíl sem sá látni átti, að sögn Celinu Leao, aðstoðarríkisstjóra Brasilíuborgar. Nokkrum sekúndum síðar sprengdi maðurinn sig upp fyrir framan dómshúsið. Hæstaréttardómurunum var komið í öryuggt skjól þegar sprengingarnar hófust. Sprengjusérfræðingar lögreglu notuðu vélmenni til þess að rannsaka þær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla hefur enn ekki borið kennsl á manninn en óttast var að fleiri sprengjur væri að finna á líkinu. Að svo stöddu er talið að hann hafi verið einn að verki. Leao sagði þó ekki hægt að útiloka að hann hefði átt sér samverkamenn. Torg þriggja greina ríkisvaldsins sem tengir höfuðstöðvar þriggja greina brasilísku alríkisstjórnarinnar var vettvangur óeirða stuðningsmanna Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, í fyrra. Þeir gengu berserksgang í stjórnarbyggingum til þess að mótmæla tapi hans í forsetakosninum í anda stuðningsmanna Donalds Trump í Bandaríkjunum árinu fyrr. Sprengingarnar í gær eru sagðar vekja um áleitnar spurningar um öryggismál í Brasilíu í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna sem á að hefjast í Ríó í næstu viku og opinberrar heimsóknar Xi Jinping, forseta Kína, til höfuðborgarinnar skömmu síðar.
Brasilía Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira