Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 20. nóvember 2024 11:31 Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun