Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 11:17 Jair Bolsonaro fór ekki þegjandi og hljóðalaust úr forsetahöllinni eftir að hann tapaði kosningum árið 2022. Hann er nú sakaður um tilraun til valdaráns. Vísir/EPA Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Bolsonaro og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi. Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Sjá meira
Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Bolsonaro og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi.
Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Sjá meira
Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05
Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent