Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Dagur Lárusson skrifar 30. nóvember 2024 14:15 Hilmar Smári fór mikinn í leiknum. Jón Gautur Hannesson Stjarnan vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta. Lokatölur 124-82 í leik sem var í raun búinn í fyrri hálfleik. Fyrir leik var Stjarnan í öðru sætinu með tólf stig á meðan Þór var í áttunda sætinu með átta stig. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og var staðan orðin 10-0 þegar um tvær mínútur voru liðnar. Þórsarar tóku þá við sér eftir því sem leið á leikhlutann og var staðan 25-18 þegar honum var lokið. Það var hins vegar í öðrum leikhluta þar sem Stjarnan tók yfir leikinn. Orri Gunnarsson, Hilmar Smári og Ægir Þór fóru á kostum og réðu gestirnir ekkert við þá. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, tók tvisvar sinnum leikhlé í þessum leikhluta en það hafði lítið að segja því Stjörnumenn voru einfaldlega það öflugir á meðan lítið sem ekkert gekk upp hinum megin. Þegar hálfleiksflautan gall var staðan orðin 71-40 hvorki meira né minna og úrslitin því í raun ráðin og síðustu tveir leikhlutarnir aðeins formsatriði. Forysta Stjörnunnar jókst í seinni hálfleiknum og voru leikmenn eins og Hilmar Smári og Orri í þvílíku stuði en Orri endaði stigahæstur í leiknum með 26 stig. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 124-82 og með sigrinum komst Stjarnan upp að hlið Tindastóls í efsta sæti deildarinnar. Þetta var hins vegar þriðji tapleikur Þórs í röð í deildinni. Atvik leiksins Það var í raun ótrúlegt að fylgjast með öðrum leikhluta þar sem Stjarnan fór af stað og ekkert gekk upp hjá gestunum. Það er erfitt að velja eitthvað eitt atvik en það er ljóst að það voru nokkur atvik í þeim leikhluta sem lögðu grunninn að sigri Stjörnunnar. Stjörnurnar og skúrkarnir Hilmar Smári fór mikinn í leiknum.Jón Gautur Hannesson Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson voru stjörnunnar hjá Stjörnunni og léku á alls oddi. Hvað skúrka varðar verður maður einfaldlega að velja allt Þórs liðið. Dómararnir Það var einu sinni þar sem þjálfarar liðanna létu dómarana heyra það og það var í fyrsta leikhluta þegar Lárus var ósáttur með dóm. Fyrir utan það virtist enginn vera ósáttur með dómgæsluna. Stemningin og umgjörð Stemningin og umgjörðin voru algjörlega til fyrirmyndar hjá Stjörnunni. Ljóst er að það er mikil stemning að myndast í kringum þetta lið. Besta frammistaðan í tímabilinu Baldur Ragnarsson.Jón Gautur Hannesson Baldur Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum himinlifandi með stór sigur síns liðs gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus deild karla í kvöld. „Já þetta er mögulega besta frammistaðan á tímabilinu og við vorum mjög ákveðnir allan leikinn,“ byrjaði Baldur á að segja. „Það var rosalega mikil orka í okkur og varnarlega vorum við að búa til mikið af endurspeglunum. Menn voru síðan að gera vel í að minnka völlinn og hreyfa sig út aftur og það var einhver þráður í þessu allan tímann,“ hélt Baldur áfram að segja. „Á sama tíma vorum við að frákasta mjög vel á báðum endum vallarins í fyrri hálfleik og síðan skjótum við 71% úr þriggja stiga í fyrri hálfleik sem er auðvitað ótrúlegt. Þegar þú færð það ofan á svona varnarleik þá er mjög erfitt að eiga við þig.“ Baldur talaði um það fyrir leik að Ítalíuferðin sæti enn svolítið í honum og mögulega þeim leikmönnum sem voru með en það var ekki að sjá á liðinu. „Nei það var ekki að sjá á liðinu, bara alls ekki. Er bara virkilega ánægður með mína leikmenn að mæta svona klárir og tilbúnir í verkefnið,“ endaði Baldur á að segja. Erum ekki á sama stað og Stjarnan Lárus Jónsson.Jón Gautur Hannesson Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hafði ekki mikið að segja eftir stórt tap síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst það skýrast svolítið hvað við erum í raun langt frá Stjörnunni, þeir eru miklu betri en við,“ byrjaði Lárus á að segja. „Þeir eru ekkert á skör betri en við heldur eru þeir einfaldlega bara miklu betri en við og það sást í þessum leik á öllu. Það er ekkert hægt að taka eitthvað eitt út svosem en auðvitað hittu þeir rosalega vel og mér fannst við vera með svipaða orku og þeir í ákveðinn tíma en það var ekki nóg,“ hélt Lárus áfram að segja. Lárus tók það skýrt fram að hann vildi ekki fara að skamma sína menn eftir þennan leik þar sem hann vildi meina að leikmenn hans hafi verið að reyna allan leikinn. „Ég ætla ekki að fara að skamma mína leikmenn eftir þennan leik því eins og ég segi þá fannst mér þeir vera að gefa sig alla í þetta allan leikinn. Stjarnan er bara mikið betri en við og það var munurinn.“ Þetta var þriðja tap Þórs í röð í deildinni og var Lárus spurður út það hvort hann hefði áhyggjur af liðinu. „Ég hef ekki áhyggjur heldur erum við meira að sjá hvar við erum í þessari deild. Við erum ekki með þessum efstu liðum heldur erum við meira um miðja deild,“ endaði Lárus á að segja. Bónus-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn
Stjarnan vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta. Lokatölur 124-82 í leik sem var í raun búinn í fyrri hálfleik. Fyrir leik var Stjarnan í öðru sætinu með tólf stig á meðan Þór var í áttunda sætinu með átta stig. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og var staðan orðin 10-0 þegar um tvær mínútur voru liðnar. Þórsarar tóku þá við sér eftir því sem leið á leikhlutann og var staðan 25-18 þegar honum var lokið. Það var hins vegar í öðrum leikhluta þar sem Stjarnan tók yfir leikinn. Orri Gunnarsson, Hilmar Smári og Ægir Þór fóru á kostum og réðu gestirnir ekkert við þá. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, tók tvisvar sinnum leikhlé í þessum leikhluta en það hafði lítið að segja því Stjörnumenn voru einfaldlega það öflugir á meðan lítið sem ekkert gekk upp hinum megin. Þegar hálfleiksflautan gall var staðan orðin 71-40 hvorki meira né minna og úrslitin því í raun ráðin og síðustu tveir leikhlutarnir aðeins formsatriði. Forysta Stjörnunnar jókst í seinni hálfleiknum og voru leikmenn eins og Hilmar Smári og Orri í þvílíku stuði en Orri endaði stigahæstur í leiknum með 26 stig. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 124-82 og með sigrinum komst Stjarnan upp að hlið Tindastóls í efsta sæti deildarinnar. Þetta var hins vegar þriðji tapleikur Þórs í röð í deildinni. Atvik leiksins Það var í raun ótrúlegt að fylgjast með öðrum leikhluta þar sem Stjarnan fór af stað og ekkert gekk upp hjá gestunum. Það er erfitt að velja eitthvað eitt atvik en það er ljóst að það voru nokkur atvik í þeim leikhluta sem lögðu grunninn að sigri Stjörnunnar. Stjörnurnar og skúrkarnir Hilmar Smári fór mikinn í leiknum.Jón Gautur Hannesson Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson voru stjörnunnar hjá Stjörnunni og léku á alls oddi. Hvað skúrka varðar verður maður einfaldlega að velja allt Þórs liðið. Dómararnir Það var einu sinni þar sem þjálfarar liðanna létu dómarana heyra það og það var í fyrsta leikhluta þegar Lárus var ósáttur með dóm. Fyrir utan það virtist enginn vera ósáttur með dómgæsluna. Stemningin og umgjörð Stemningin og umgjörðin voru algjörlega til fyrirmyndar hjá Stjörnunni. Ljóst er að það er mikil stemning að myndast í kringum þetta lið. Besta frammistaðan í tímabilinu Baldur Ragnarsson.Jón Gautur Hannesson Baldur Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum himinlifandi með stór sigur síns liðs gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus deild karla í kvöld. „Já þetta er mögulega besta frammistaðan á tímabilinu og við vorum mjög ákveðnir allan leikinn,“ byrjaði Baldur á að segja. „Það var rosalega mikil orka í okkur og varnarlega vorum við að búa til mikið af endurspeglunum. Menn voru síðan að gera vel í að minnka völlinn og hreyfa sig út aftur og það var einhver þráður í þessu allan tímann,“ hélt Baldur áfram að segja. „Á sama tíma vorum við að frákasta mjög vel á báðum endum vallarins í fyrri hálfleik og síðan skjótum við 71% úr þriggja stiga í fyrri hálfleik sem er auðvitað ótrúlegt. Þegar þú færð það ofan á svona varnarleik þá er mjög erfitt að eiga við þig.“ Baldur talaði um það fyrir leik að Ítalíuferðin sæti enn svolítið í honum og mögulega þeim leikmönnum sem voru með en það var ekki að sjá á liðinu. „Nei það var ekki að sjá á liðinu, bara alls ekki. Er bara virkilega ánægður með mína leikmenn að mæta svona klárir og tilbúnir í verkefnið,“ endaði Baldur á að segja. Erum ekki á sama stað og Stjarnan Lárus Jónsson.Jón Gautur Hannesson Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hafði ekki mikið að segja eftir stórt tap síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst það skýrast svolítið hvað við erum í raun langt frá Stjörnunni, þeir eru miklu betri en við,“ byrjaði Lárus á að segja. „Þeir eru ekkert á skör betri en við heldur eru þeir einfaldlega bara miklu betri en við og það sást í þessum leik á öllu. Það er ekkert hægt að taka eitthvað eitt út svosem en auðvitað hittu þeir rosalega vel og mér fannst við vera með svipaða orku og þeir í ákveðinn tíma en það var ekki nóg,“ hélt Lárus áfram að segja. Lárus tók það skýrt fram að hann vildi ekki fara að skamma sína menn eftir þennan leik þar sem hann vildi meina að leikmenn hans hafi verið að reyna allan leikinn. „Ég ætla ekki að fara að skamma mína leikmenn eftir þennan leik því eins og ég segi þá fannst mér þeir vera að gefa sig alla í þetta allan leikinn. Stjarnan er bara mikið betri en við og það var munurinn.“ Þetta var þriðja tap Þórs í röð í deildinni og var Lárus spurður út það hvort hann hefði áhyggjur af liðinu. „Ég hef ekki áhyggjur heldur erum við meira að sjá hvar við erum í þessari deild. Við erum ekki með þessum efstu liðum heldur erum við meira um miðja deild,“ endaði Lárus á að segja.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti