Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar 29. nóvember 2024 07:43 Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Evrópusambandið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar