Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 14:14 Uppreisnar- og vígamenn í Idlib-héraði í gær. AP/Omar Albam Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Víglínan í Idlib hafði þó að mestu verið óhreyfð um árabil. Sókn uppreisnarmannanna að borginni kom Assad-liðum í opna skjöldu og hefur hún gengið hratt á undanförnum dögum. #Syria: in yet another major development, Syrian rebels seem to have captured a number of MANPADS surface-to-air missiles.This severely limits the regime's capabilities to retaliate from above. pic.twitter.com/yBnMGYNIzy— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Syrian Hayat Tahrir al-Sham (HTS) Leader Abu Mohammed al-Joulani instructs commanders to protect civilians and ensure fair treatment for surrendering soldiers. pic.twitter.com/LAM5UwS4sl— Clash Report (@clashreport) November 29, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Sjá einnig: Sækja óvænt og hratt að Aleppo Fregnir eru enn á miklu reiki en talið er að að uppreisnarmenn hafi laumað sveitum inn í Aleppo áður en sóknin að borginni hófst og þar hafi þessar sveitir fellt leiðtoga Assad-liða, og mögulega þar á meðal íranskan herforingja, og grafið undan vörnum þeirra. Einnig hafa heyrst sögusagnir af því að hópar hermanna hafi gefist upp fyrir uppreisnarmönnum. Margt er þó enn óstaðfest að svo stöddu. NEW — opposition forces inside #Aleppo city’s western suburbs. Heavy fighting ongoing, but regime defensive lines are falling.One source on the ground says a mass defection of regime soldiers based in one position is currently being negotiated. I cannot 100% confirm. pic.twitter.com/8ZlM2vgX3k— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Utanríkisráðherra Íran hefur sakað Bandaríkjamenn og Ísrael um að bera ábyrgð á árásinni og hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Assad. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að yfirvöld í Sýrlandi þyrftu að ná fljótt tökum á ástandinu og koma aftur á lögum og reglu. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Hversu mikinn stuðning Assad-liðar geta reitt á úr þessum áttum að þessu sinni er þó óljóst. Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. #Syria: warplanes have started bombarding the city of #Idlib.As regime forces collapse along the front in #Aleppo, the military has no other response but to randomly target rebel areas. pic.twitter.com/RYM28RuVuW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 #Syria: footage of rebel forces, the final moments before they moved out and advanced into the city of #Aleppo. pic.twitter.com/Q3ghQqJKks— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sýrland Hernaður Íran Rússland Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Víglínan í Idlib hafði þó að mestu verið óhreyfð um árabil. Sókn uppreisnarmannanna að borginni kom Assad-liðum í opna skjöldu og hefur hún gengið hratt á undanförnum dögum. #Syria: in yet another major development, Syrian rebels seem to have captured a number of MANPADS surface-to-air missiles.This severely limits the regime's capabilities to retaliate from above. pic.twitter.com/yBnMGYNIzy— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Syrian Hayat Tahrir al-Sham (HTS) Leader Abu Mohammed al-Joulani instructs commanders to protect civilians and ensure fair treatment for surrendering soldiers. pic.twitter.com/LAM5UwS4sl— Clash Report (@clashreport) November 29, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Sjá einnig: Sækja óvænt og hratt að Aleppo Fregnir eru enn á miklu reiki en talið er að að uppreisnarmenn hafi laumað sveitum inn í Aleppo áður en sóknin að borginni hófst og þar hafi þessar sveitir fellt leiðtoga Assad-liða, og mögulega þar á meðal íranskan herforingja, og grafið undan vörnum þeirra. Einnig hafa heyrst sögusagnir af því að hópar hermanna hafi gefist upp fyrir uppreisnarmönnum. Margt er þó enn óstaðfest að svo stöddu. NEW — opposition forces inside #Aleppo city’s western suburbs. Heavy fighting ongoing, but regime defensive lines are falling.One source on the ground says a mass defection of regime soldiers based in one position is currently being negotiated. I cannot 100% confirm. pic.twitter.com/8ZlM2vgX3k— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Utanríkisráðherra Íran hefur sakað Bandaríkjamenn og Ísrael um að bera ábyrgð á árásinni og hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Assad. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að yfirvöld í Sýrlandi þyrftu að ná fljótt tökum á ástandinu og koma aftur á lögum og reglu. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Hversu mikinn stuðning Assad-liðar geta reitt á úr þessum áttum að þessu sinni er þó óljóst. Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. #Syria: warplanes have started bombarding the city of #Idlib.As regime forces collapse along the front in #Aleppo, the military has no other response but to randomly target rebel areas. pic.twitter.com/RYM28RuVuW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 #Syria: footage of rebel forces, the final moments before they moved out and advanced into the city of #Aleppo. pic.twitter.com/Q3ghQqJKks— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024
Sýrland Hernaður Íran Rússland Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira