Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2024 09:18 Ljósleiðarinn skemmdist á milli Espoo og Vihti í sunnanverðu Finnlandi. Vísir/Getty Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. Ljósleiðarinn rofnaði síðdegis í gær og viðgerðir héldu áfram í morgun, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra sagði á samfélagmiðlinum X að rannsókn væri hafin í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect. Talsmaður fyrirtækisins segir að ljósleiðarinn hafi skemmst á tveimur stöðum í dreifbýli á milli borgarinnar Espoo skammt vestur af Helsinki og bæjarins Vihti norðvestur af honum. Hann vildi ekki tjá sig um hvað olli skemmdunum að öðru leyti en að rannsókn stæði yfir. Algengasta ástæðan fyrir því að ljósleiðarar færu í sundu væru að gröfur græfu óvart í þá. Skorið var á tvo sæstrengi í Eystrasalti, einn finnskan og annan sænskan, í síðasta mánuði. Talið er að kínverskt fraktskip sem var nýkomið úr rússneskri höfn hafi skorið á strengina. Wall Street Journal hafði eftir sínum heimildarmönnum að grunu léki á að rússneska leyniþjónustan hefði fengið skipstjóra skipsins til verksins. Hrina skemmdarverka í Evrópu undanfarin misseri er talin hluti af svokölluðum óhefðbundnum hernaði rússneskra stjórnvalda gegn vestrænum ríkjum. Viðvarandi truflanir á gervihnattastaðsetningarkerfum hafa verið á hluta Eystrasalts og í Finnlandsflóa en grunur leikur á að þeim sé ætlað að fela ferðir skipa sem sigla til Rússlands í trássi við refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og verja. Slökkt var á staðsetningarmerki kínverska skipsins sem er talið hafa slitið sæstrengina í Eystrasalti á dögunum. Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Fjarskipti Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Ljósleiðarinn rofnaði síðdegis í gær og viðgerðir héldu áfram í morgun, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra sagði á samfélagmiðlinum X að rannsókn væri hafin í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect. Talsmaður fyrirtækisins segir að ljósleiðarinn hafi skemmst á tveimur stöðum í dreifbýli á milli borgarinnar Espoo skammt vestur af Helsinki og bæjarins Vihti norðvestur af honum. Hann vildi ekki tjá sig um hvað olli skemmdunum að öðru leyti en að rannsókn stæði yfir. Algengasta ástæðan fyrir því að ljósleiðarar færu í sundu væru að gröfur græfu óvart í þá. Skorið var á tvo sæstrengi í Eystrasalti, einn finnskan og annan sænskan, í síðasta mánuði. Talið er að kínverskt fraktskip sem var nýkomið úr rússneskri höfn hafi skorið á strengina. Wall Street Journal hafði eftir sínum heimildarmönnum að grunu léki á að rússneska leyniþjónustan hefði fengið skipstjóra skipsins til verksins. Hrina skemmdarverka í Evrópu undanfarin misseri er talin hluti af svokölluðum óhefðbundnum hernaði rússneskra stjórnvalda gegn vestrænum ríkjum. Viðvarandi truflanir á gervihnattastaðsetningarkerfum hafa verið á hluta Eystrasalts og í Finnlandsflóa en grunur leikur á að þeim sé ætlað að fela ferðir skipa sem sigla til Rússlands í trássi við refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og verja. Slökkt var á staðsetningarmerki kínverska skipsins sem er talið hafa slitið sæstrengina í Eystrasalti á dögunum.
Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Fjarskipti Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38
Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01