Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 18:31 Uppreisnarmenn upp á yfirgefnum skriðdreka nærri Hama. AP/Ghaith Alsayed Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag. Þá hafa fregnir borist af straumi uppreisnarmanna til Hama en Assad-liðar flúðu margir þangað þegar Aleppo féll óvænt í hendur uppreisnarmanna um helgina, eftir einungis nokkurra daga átök. Undanfarin ár hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni HTS að þegar Hama falli, sé Homs næst. Það er önnur borg sem liggur á milli Hama og Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Talsmaðurinn sagði höfuðborgina eiga að falla á eftir Homs. Sjá má grófa mynd af stöðunni í Sýrlandi á korti Liveuamap. Margir skrið- og bryndrekar voru yfirgefnir á veginum milli Aleppo og Hama.AP/Ghaith Alsayed Eftir að Assad-liðar hörfuðu frá Aleppo fóru margir þeirra til Hama, þar sem ný víglína var mynduð og varnir tryggðar á meðan uppreisnarmennirnir kláruðu að tryggja nýtt yfirráðasvæði þeirra og undirbjuggu áframhaldandi sóknaraðgerðir. Nú eru uppreisnarmenn sagðir sækja að borginni úr tveimur áttum. #Syria: rebel forces are now inside the village of Maar Shohur after capturing it from the regime.This means they are advancing on the city of #Hama from the north and the east. pic.twitter.com/gpt1OGASQT— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) December 3, 2024 Heimildarmaður Reuters segir sveitir frá Írak, sem studdar eru af klerkastjórninni í Íran, taka þátt í vörnum Hama. Undanfarin fjórtán ár hafa átök milli stjórnarhers Assads, studdur hefur verið af Rússum, Írönum og Hezbollah, við aragrúa uppreisnarhópa og vígahópa kostað allt að hálfa milljón manna lífið og valdið gífurlegum skemmdum í Sýrlandi. Blaðamenn AP hafa eftir forsvarsmönnum hjálparsamtaka sem starfa á svæðinu að óbreyttir borgara hafi fallið í loftárásum og stórskotaliðsárásum undanfarinna daga. Þá hafi þúsundir fjölskylda þurft að flýja heimili sín. Einnig eru fregnir að berast af matarskorti af svæðinu. Aðrir hafa einnig sótt fram Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, segjast hafa tekið yfir stjórn nokkur þorpa og bæja sem áður voru undir stjórn Assad-liða í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir í austurhluta Sýrlands og eru þær árásir sagðar beinast af sveitum tengdum Íran og vígamönnum Íslamska ríkisins. Þær árásir eru þó ekki sagðar tengjast átökunum í vesturhluta landsins. Aðrir hópar uppreisnar og vígamanna sem njóta stuðningi frá Tyrklandi hafa einnig sótt fram í norðanverðu landinu. Sýrland Íran Írak Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44 Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Þá hafa fregnir borist af straumi uppreisnarmanna til Hama en Assad-liðar flúðu margir þangað þegar Aleppo féll óvænt í hendur uppreisnarmanna um helgina, eftir einungis nokkurra daga átök. Undanfarin ár hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni HTS að þegar Hama falli, sé Homs næst. Það er önnur borg sem liggur á milli Hama og Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Talsmaðurinn sagði höfuðborgina eiga að falla á eftir Homs. Sjá má grófa mynd af stöðunni í Sýrlandi á korti Liveuamap. Margir skrið- og bryndrekar voru yfirgefnir á veginum milli Aleppo og Hama.AP/Ghaith Alsayed Eftir að Assad-liðar hörfuðu frá Aleppo fóru margir þeirra til Hama, þar sem ný víglína var mynduð og varnir tryggðar á meðan uppreisnarmennirnir kláruðu að tryggja nýtt yfirráðasvæði þeirra og undirbjuggu áframhaldandi sóknaraðgerðir. Nú eru uppreisnarmenn sagðir sækja að borginni úr tveimur áttum. #Syria: rebel forces are now inside the village of Maar Shohur after capturing it from the regime.This means they are advancing on the city of #Hama from the north and the east. pic.twitter.com/gpt1OGASQT— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) December 3, 2024 Heimildarmaður Reuters segir sveitir frá Írak, sem studdar eru af klerkastjórninni í Íran, taka þátt í vörnum Hama. Undanfarin fjórtán ár hafa átök milli stjórnarhers Assads, studdur hefur verið af Rússum, Írönum og Hezbollah, við aragrúa uppreisnarhópa og vígahópa kostað allt að hálfa milljón manna lífið og valdið gífurlegum skemmdum í Sýrlandi. Blaðamenn AP hafa eftir forsvarsmönnum hjálparsamtaka sem starfa á svæðinu að óbreyttir borgara hafi fallið í loftárásum og stórskotaliðsárásum undanfarinna daga. Þá hafi þúsundir fjölskylda þurft að flýja heimili sín. Einnig eru fregnir að berast af matarskorti af svæðinu. Aðrir hafa einnig sótt fram Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, segjast hafa tekið yfir stjórn nokkur þorpa og bæja sem áður voru undir stjórn Assad-liða í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir í austurhluta Sýrlands og eru þær árásir sagðar beinast af sveitum tengdum Íran og vígamönnum Íslamska ríkisins. Þær árásir eru þó ekki sagðar tengjast átökunum í vesturhluta landsins. Aðrir hópar uppreisnar og vígamanna sem njóta stuðningi frá Tyrklandi hafa einnig sótt fram í norðanverðu landinu.
Sýrland Íran Írak Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44 Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44
Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14
Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00