Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 17:52 Nýjar myndir af manni sem talinn er vera morðinginn voru birtar í dag. Lögreglan í New York Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. Thompson var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær, þar sem hann var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson og skaut hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðið náðist á mynd úr öryggismyndavél og sést þar hvernig byssan stóð á sér milli skota og að launmorðinginn brást mjög hratt við því. Sagt var frá því í dag að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Í grein New York Times segir mögulegt að með því sé morðinginn að vísa til þess hvernig tryggingafélög eiga það til að reyna að komast hjá því að greiða veiku fólki út sjúkratryggingar. Fyrirtækið UnitedHealthcare, sem Thompson stýrði, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slíka háttsemi á undanförnum árum. Sagt var frá því í gær að Thompson hefði borist nokkrar hótanir að undanförnu en hversu alvarlegar þær voru liggur ekki fyrir. Thompson sjálfur var ekki með nokkurs konar öryggisgæslu. Var á gistiheimili Nýju myndirnar af manninum sem birtar voru í dag voru teknar á gistiheimili þar sem maðurinn er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. Ekki er vitað hvað hann heitir en NYT segir rannsakendur hafa nokkrar vísbendingar til að rannsaka. Eric Adams, umdeildur borgarstjóri New York, sagði í dag að lögreglan væri á réttri slóð og að morðinginn yrði handsamaður. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Thompson var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær, þar sem hann var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson og skaut hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðið náðist á mynd úr öryggismyndavél og sést þar hvernig byssan stóð á sér milli skota og að launmorðinginn brást mjög hratt við því. Sagt var frá því í dag að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Í grein New York Times segir mögulegt að með því sé morðinginn að vísa til þess hvernig tryggingafélög eiga það til að reyna að komast hjá því að greiða veiku fólki út sjúkratryggingar. Fyrirtækið UnitedHealthcare, sem Thompson stýrði, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slíka háttsemi á undanförnum árum. Sagt var frá því í gær að Thompson hefði borist nokkrar hótanir að undanförnu en hversu alvarlegar þær voru liggur ekki fyrir. Thompson sjálfur var ekki með nokkurs konar öryggisgæslu. Var á gistiheimili Nýju myndirnar af manninum sem birtar voru í dag voru teknar á gistiheimili þar sem maðurinn er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. Ekki er vitað hvað hann heitir en NYT segir rannsakendur hafa nokkrar vísbendingar til að rannsaka. Eric Adams, umdeildur borgarstjóri New York, sagði í dag að lögreglan væri á réttri slóð og að morðinginn yrði handsamaður.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33
Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50