Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 13:44 Nýjar myndir af manninum voru birtar í gær. Lögreglan í New York Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn út á götu í New York í síðustu viku og myndband af árásinni, sem fangað var úr öryggismyndavél, bendir til þess að morðginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson. Auk þess að ekki sé búið að bera kennsl á manninn, liggur ekki heldur fyrir hvert tilefni morðsins er. Hann hafði þó skrifað á skotin sem hann notaði til morðsins. Sjá einnig: Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Launmorðinginn flúði af vettvangi og er talinn hafa yfirgefið New York um borð í rútu. Tvær myndir af manninum til viðbótar voru birtar í gær en önnur þeirra sýnir grímuklæddan morðingjann sitja í leigubíl. Lögreglan segir hann hafa tekið leigubílinn um fimmtán mínútum eftir að hann skaut Thompson og var honum keyrt á rútumiðstöð, samkvæmt frétt New York Times. Rannsakendur telja morðingjann hafa verið í New York í tíu daga og kom hann til borgarinnar með rútu frá Atlanta í Georgíu þann 24. nóvember. Samkvæmt AP fréttaveitunni notaði hann fölsk skilríki og greiddi fyrir vörur og þjónustu með reiðufé. Ferðir hans um New York hafa verið kortlagðar með upptökum úr öryggisvélum og var hann yfirleitt með grímu fyrir andliti sínu. Hann var með tveimur öðrum í herbergi á farfuglaheimili í borginni og sáu þeir aldrei framan í hann. Hann tók einu sinni af sér grímuna, svo vitað sé, þegar hann var að daðra við afgreiðslukonu á gistiheimilinu. Þær myndir af honum hafa verið í dreifingu. Rannsakendur telja sig einnig hafa náð fingrafari hans af kaffibolla sem hann keypti á Starbucks nærri staðnum þar sem hann skaut Thompson til bana og hafa lífsýni sem talin eru vera úr manninum verið send til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi hjálpað lögreglu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn út á götu í New York í síðustu viku og myndband af árásinni, sem fangað var úr öryggismyndavél, bendir til þess að morðginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson. Auk þess að ekki sé búið að bera kennsl á manninn, liggur ekki heldur fyrir hvert tilefni morðsins er. Hann hafði þó skrifað á skotin sem hann notaði til morðsins. Sjá einnig: Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Launmorðinginn flúði af vettvangi og er talinn hafa yfirgefið New York um borð í rútu. Tvær myndir af manninum til viðbótar voru birtar í gær en önnur þeirra sýnir grímuklæddan morðingjann sitja í leigubíl. Lögreglan segir hann hafa tekið leigubílinn um fimmtán mínútum eftir að hann skaut Thompson og var honum keyrt á rútumiðstöð, samkvæmt frétt New York Times. Rannsakendur telja morðingjann hafa verið í New York í tíu daga og kom hann til borgarinnar með rútu frá Atlanta í Georgíu þann 24. nóvember. Samkvæmt AP fréttaveitunni notaði hann fölsk skilríki og greiddi fyrir vörur og þjónustu með reiðufé. Ferðir hans um New York hafa verið kortlagðar með upptökum úr öryggisvélum og var hann yfirleitt með grímu fyrir andliti sínu. Hann var með tveimur öðrum í herbergi á farfuglaheimili í borginni og sáu þeir aldrei framan í hann. Hann tók einu sinni af sér grímuna, svo vitað sé, þegar hann var að daðra við afgreiðslukonu á gistiheimilinu. Þær myndir af honum hafa verið í dreifingu. Rannsakendur telja sig einnig hafa náð fingrafari hans af kaffibolla sem hann keypti á Starbucks nærri staðnum þar sem hann skaut Thompson til bana og hafa lífsýni sem talin eru vera úr manninum verið send til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi hjálpað lögreglu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00