Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 14:32 Hér má sjá Ahmed Hussein al-Sharaa, leiðtoga HTS-samtakanna í Sýrlandi, virða fyrir sér Damaskus-borg og það reykjarmökk sem talinn er vera vegna loftárásar Ísraela í morgun. Hann hefur lengi gengið undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani en opinberaði raunverulegt nafn sitt á dögunum. HTS Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. Gideon Saar, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í morgun að loftárásir Ísraela hefðu beinst að efnavopnageymslum stjórnarhers Bashar al-Assads, fyrrverandi forseta Sýrlands, og öðrum vopnum eins og langdrægum eldflaugum. Saar sagði markmiðið vera að koma í veg fyrir að þessi vopn enduðu í höndum öfgamanna. AFP fréttaveitan hefur eftir Saar að árásunum hafi verið ætlað að tryggja öryggi Ísraela. Fréttaveitan segir einnig að árásirnar hafi meðal annars beinst að herflugvelli í jaðri Damaskus og þar hafi herþyrlum og flugvélum verið grandað, auk þess sem vopnageymsla þar nærri hafi orðið fyrir árás. Hafa lengi gert árásir í Sýrlandi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að óvinveittum öflum verði ekki leyft að koma upp viðveru við landamæri ríkisins. Ísraelar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir í Sýrlandi. Þær hafa að mest beinst að byltingarverði Írans og vopnasendingum til Hezbollah í Líbanon og í Sýrlandi. Sjaldgæft er að Ísraelar gangist við þessum árásum. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Assad samþykkti árið 2013 að láta efnavopn sína af hendi árið 2013, eftir að stjórnarher hans gerði efnavopnaárás á Ghouta, úthverfi Damaskus, þar sem hundruð létu lífið. Assad er þó talinn hafa haldið efnavopnum eftir og hefur stjórnarherinn ítrekað verið sakaður af sérfræðingum Efnavopnastofnunarinnar og mannréttindasamtökum um beitingu efnavopna gegn óbreyttum borgurum síðan þá. Meðal annars í bænum Douma. Sýrland Ísrael Hernaður Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Gideon Saar, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í morgun að loftárásir Ísraela hefðu beinst að efnavopnageymslum stjórnarhers Bashar al-Assads, fyrrverandi forseta Sýrlands, og öðrum vopnum eins og langdrægum eldflaugum. Saar sagði markmiðið vera að koma í veg fyrir að þessi vopn enduðu í höndum öfgamanna. AFP fréttaveitan hefur eftir Saar að árásunum hafi verið ætlað að tryggja öryggi Ísraela. Fréttaveitan segir einnig að árásirnar hafi meðal annars beinst að herflugvelli í jaðri Damaskus og þar hafi herþyrlum og flugvélum verið grandað, auk þess sem vopnageymsla þar nærri hafi orðið fyrir árás. Hafa lengi gert árásir í Sýrlandi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að óvinveittum öflum verði ekki leyft að koma upp viðveru við landamæri ríkisins. Ísraelar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir í Sýrlandi. Þær hafa að mest beinst að byltingarverði Írans og vopnasendingum til Hezbollah í Líbanon og í Sýrlandi. Sjaldgæft er að Ísraelar gangist við þessum árásum. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Assad samþykkti árið 2013 að láta efnavopn sína af hendi árið 2013, eftir að stjórnarher hans gerði efnavopnaárás á Ghouta, úthverfi Damaskus, þar sem hundruð létu lífið. Assad er þó talinn hafa haldið efnavopnum eftir og hefur stjórnarherinn ítrekað verið sakaður af sérfræðingum Efnavopnastofnunarinnar og mannréttindasamtökum um beitingu efnavopna gegn óbreyttum borgurum síðan þá. Meðal annars í bænum Douma.
Sýrland Ísrael Hernaður Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira