Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 13:02 Frá höfninni í Latakia þar sem Ísraelar hafa grandað nokkrum herskipum. EPA/BILAL AL HAMMOUD Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024 Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024
Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52
Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05