„Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 16:10 Arnar Bergmann Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst ýmislegt ábótavant þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Djurgården í fimmtu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. „Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
„Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim. Við fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik. Við fengum svo ekki mikið af færum en fengum hornspyrnur og aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem við framkvæmdum illa. Þegar þú ert kominn á þetta gæðastig þarft þú að framkvæma hlutina upp á 10. Við gerðum það ekki og sóknarleikurinn var svo sloppy í seinni hálfleik. Við vorum ekki í réttum stöðum til þess að fá boltann og svo ekki vel staðsettir varnarlega þegar við misstum boltann. Okkur var refsað fyrir það,“ sagði Arnar Bergmann svekktur að leik loknum. “ „Viðvörunabjöllurnar voru farnar að hringja áður en þeir skoruðu mörkin sín. Við sýndum hins vegar karakter í stöðunni 2-0 og komum okkur inn í leikinn. Mögulega hefði bara verið betra að hafa áfram 11 á móti 11 þar sem þeir fóru í mikla lágblokk eftir að lenda manni undir. Við náðum ekki að skapa opin færi undir og hefðum kannski átt að fara meira í að dæla bara boltanum inn í teiginn og skapa slagsmál þar um boltann. Því fór sem fór og svekkjandi tap niðurstaðan,“ sagði Arnar enn fremur. „Enn og aftur er það einbeitingaleysi hjá íslenskum liðum sem verður okkur að falli. Það er eins og náum ekki að fókusa almennilega allan leikinn eins og erlend lið gera í Evrópukeppnum. Við erum alltaf að tala um að við þurfum að læra en við vorum ekki komnir þangað í þessum leik. Við vorum allt of langt frá mönnunum þegar við misstum boltann og færslurnar í varnarleiknun. Það hefur líklega verið blanda af þreytu en stærri held ég að hafi verið skortur á einbeitingu sem þarf að vera full on á þessu getustigi. Á öllum levelum eru þau mistök sem við gerum í aðdraganda markanna sem þeir skora óboðleg,“ sagði hann vonsvikinn. „Ég hélt að við værum komnir lengra en mér fannst leikmenn mínir fara aðeins fram úr sér í seinni hálfeik. Fara að slaka á og halda að þeir væru það góðir að þeir gætu slakað á einbeitingunni. Við þurfum að spila miklu betur gegn LASK í Austurríki. Við förum bjartsýnir og nú er það okkar verk í þjálfarateyminu að færa trú í leikmannahópinn fyrir þann leik,“ sagði Arnar borubrattur um framhaldið.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira