Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 09:30 Orri Óskarsson, sóknarmaður Íslands mun leika stórt hlutverk í komandi undankeppni Íslands fyrir HM 2026 í fótbolta. Hann er einn af þessum frambærilegum sóknarmönnum sem Baldur Sigurðsson segir Ísland eiga. vísir/Hulda Margrét Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í gær. Íslenska landsliðið var í pottinum og tekur sérfræðingurinn og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Baldur Sigurðsson ekki undir bölsýnisspár um möguleika Íslands. Hann hefur trú. Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira