Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 11:21 Rannsakendur að störfum þar sem sprengjan sprakk. AP Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. Hann hafði áður verið beittur refsiaðgerðum af Bretum vegna notkunar efnavopna í Úkraínu. Igor Kirillov, sem fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar, og aðstoðarmaður hans dóu þegar sprengja sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli fyrir utan bygginguna og sprakk hún þegar Kirillov og aðstoðarmaðurinn komu út. Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Í samtali við Wall Street Journal segja úkraínskir embættismenn að um leynilega aðgerð SBU hafi verið að ræða. Aðrir heimildarmenn Reuters í Kænugarði segja það sama og þar á meðal heimildarmaður innan SBU. Myndband af morðinu hefur verið birt á netinu. Sjá má það hér að neðan en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. Rafhlaupahjólið sem talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í sést við hlið dyranna sem mennirnir koma út um. NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024 Kirillov er æðsti foringinn í rússneska hernum sem Úkraínumenn ráða af dögum hingað til og þykir líklegt að morðið muni leiða til breytinga á öryggisgæslu annarra háttsettra herforingja. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hafa nokkrir háttsettir menn innan rússneska hernum dáið í líklegum banatilræðum. Þar á meðal eru háttsettur eldflaugavísindamaður, fyrrverandi þingmaður, skipstjóri kafbáts og hafa Úkraínumenn einnig verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Daríu Dugina, dóttur Alexander Dugin, alræmds rússnesks þjóðernissinna. TASS segir talið að sprengiefni sem samsvari um þrjú hundruð grömmum af TNT hafi verið notað í sprengjuna sem banaði herforingjanum. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir morðið rannsakað sem hryðjuverk og að rannsakendur hafi fundið brot úr sprengjunni sem notuð var til að bana herforingjanum og aðstoðarmanni hans. Rannsakendur eru sagðir leita vísbendinga í upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Hann hafði áður verið beittur refsiaðgerðum af Bretum vegna notkunar efnavopna í Úkraínu. Igor Kirillov, sem fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar, og aðstoðarmaður hans dóu þegar sprengja sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli fyrir utan bygginguna og sprakk hún þegar Kirillov og aðstoðarmaðurinn komu út. Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Í samtali við Wall Street Journal segja úkraínskir embættismenn að um leynilega aðgerð SBU hafi verið að ræða. Aðrir heimildarmenn Reuters í Kænugarði segja það sama og þar á meðal heimildarmaður innan SBU. Myndband af morðinu hefur verið birt á netinu. Sjá má það hér að neðan en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. Rafhlaupahjólið sem talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í sést við hlið dyranna sem mennirnir koma út um. NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024 Kirillov er æðsti foringinn í rússneska hernum sem Úkraínumenn ráða af dögum hingað til og þykir líklegt að morðið muni leiða til breytinga á öryggisgæslu annarra háttsettra herforingja. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hafa nokkrir háttsettir menn innan rússneska hernum dáið í líklegum banatilræðum. Þar á meðal eru háttsettur eldflaugavísindamaður, fyrrverandi þingmaður, skipstjóri kafbáts og hafa Úkraínumenn einnig verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Daríu Dugina, dóttur Alexander Dugin, alræmds rússnesks þjóðernissinna. TASS segir talið að sprengiefni sem samsvari um þrjú hundruð grömmum af TNT hafi verið notað í sprengjuna sem banaði herforingjanum. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir morðið rannsakað sem hryðjuverk og að rannsakendur hafi fundið brot úr sprengjunni sem notuð var til að bana herforingjanum og aðstoðarmanni hans. Rannsakendur eru sagðir leita vísbendinga í upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira