Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar.
Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil.
Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri.
Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum
Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum.
Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti.
Atkvæði Íslendinganna féllu svona:
Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal
Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal
Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham
Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda
Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan
Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo
Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina.
#TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024
Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins.
#TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024