Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 09:03 Aitana Bonmati og Vinicius Junior þóttu best allra í fótbolta 2024. Samsett/Getty Vinicius Junior og Aitana Bonmatí voru í gær valin besta knattspyrnufólk ársins 2024, á árlegu hófi FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Fyrirliðar, landsliðsþjálfarar og fjölmiðlamenn sjá um kjörið og voru fulltrúar Íslands allir ósammála því að Vinicius hefði verið bestur. Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar. Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri. Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum. Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti. Atkvæði Íslendinganna féllu svona: Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina. #TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024 Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins. #TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024 Nánar má lesa um kjörið á vef FIFA. Fótbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar. Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri. Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum. Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti. Atkvæði Íslendinganna féllu svona: Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina. #TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024 Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins. #TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024 Nánar má lesa um kjörið á vef FIFA.
Fótbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira