Segir Grænland ekki falt Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 15:01 Múte Bourup Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, vill ekki verða Bandaríkjamaður. Vísir/EPA Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X. Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X.
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22