Erlent

Rússar fagna vel heppnaðri á­rás á orku­inn­viði Úkraínu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Slökkviliðsmenn í Úkraínu slást við elda í orkuvinnslu í Dnipropetrovsk héraði.
Slökkviliðsmenn í Úkraínu slást við elda í orkuvinnslu í Dnipropetrovsk héraði. AP

Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega.

Um er að ræða þrettándu árás Rússa á orkuinnviði Úkraínu á árinu, samkvæmt stærsta orkufyrirtæki landsins DTEK.

„Putín valdi jóladag sérstaklega til þess að gera þessa árás. Gæti eitthvað verið ómannúðlega?“ spurði Selenskí á X reikning sínum í dag.

Að minnsta kosti einn lést í árásinni í Dnipro héraði í Úkraínu. Þar urðu um 150 byggingar fyrir truflunum í húshitun. Þá voru um 500 þúsund manns án húshitunar í Kharkiv héraði.

Minnst einn lést og þrír slösuðust í Rússlandi vegna dróna sem skotinn var niður fyrir ofan borgina Vladikavkaz. Talið er að sprengingin hafi átt sér stað fyrir utan verslunarmiðstöðina Alania.

Skutu niður 59 Úkraínska dróna

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í morgun að 59 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir Rússlandi, það er í Belgorod, Voronezh, Kursk, Bryansk og Tambov héruðum. Ekki var minnst á slysið í Vladikavkaz í yfirlýsingunni.

Fjórir voru drepnir í Úkraínskum sprengjuárásum í rússnesku borginni Lgov í Kursk héraði, samkvæmt Alexander Khinshtein héraðsstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×