Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum í Rússlandi eru ný frelsaðir hermenn Rússlands nú staddir í Hvíta-Rússlandi þar sem hlúið er að þeim og þeim veitt tækifæri til að hafa samband við fjölskyldur sínar. Engin tilkynning hefur borist frá Úkraínu varðandi málið.
Fram að þessu höfðu aðeins tíu fangar öðlast frelsi í skiptum á milli þjóðanna á þessu ári. Áður hafði Petro Yatsenko, hjá stofnun Úkraínu um meðferð stríðsfanga, sagt í samtali við BBC að undanfarið hafi verið töluvert erfiðara að komast að samkomulagi um fangaskipti við Rússland vegna árangurs þeirra síðarnefndu á vígstöðvunum.
Talið er að um átta þúsund úkraínskir hermenn séu í haldi Rússlands.