Mikið álag vegna inflúensu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 20:00 Matthildur Víðisdóttir er fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Hilmir Inflúensusmit valda miklu álagi í heilbrigðiskerfinu þessa dagana. Fagstjóri hjá heilsugæslunni hvetur fólk til að halda sig heima til að smita ekki aðra og valda frekara álagi. Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur. Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur.
Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira