Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 13:06 Donald Trump yngri er mættur til Grænlands. Hann er ekki þar í neinum opinberum erindagjörðum, en heimsókn hans hefur engu að síður vakið gríðarlega athygli í ljósi áhuga föður hans á að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands. AP/Evan Vucci Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira