Erlent

ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónu­verndar­lög

Kjartan Kjartansson skrifar
Framkvæmdastjórn ESB hugsar sig tvisvar um áður en reynir aftur að senda IP-tölur Evrópubúa til bandarískra samfélagsmiðlafyrirtækja.
Framkvæmdastjórn ESB hugsar sig tvisvar um áður en reynir aftur að senda IP-tölur Evrópubúa til bandarískra samfélagsmiðlafyrirtækja. Vísir/EPA

Almenni dómstóll Evrópusambandsins sektaði framkvæmdastjórn sambandsins í fyrsta skipti fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög. Framkvæmdastjórnin þarf að greiða þýskum manni 400 evrur fyrir að senda persónuupplýsingar hans til Facebook.

Þjóðverjinn notaði valmöguleikann að skrá sig inn í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook þegar hann ætlaði að skrá sig á ráðstefnu á vegum Evrópusambandsins, að því er kemur frétt Reuters. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það hefði verið brot á evrópskum persónuverndarlögum að senda IP-tölu mannsins til Meta, móðurfélags Facebook, í Bandaríkjunum.

Stórfyrirtæki eins og Meta sjálft hafa verið sektuð um fúlgur fjár fyrir brot á persónuverndarlögunum sem eru ein þau ströngustu á byggðu bóli. Framkvæmdastjórnin þarf að greiða Þjóðverjanum 400 evrur, jafnvirði rúmra 58 þúsund íslenskra króna, í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×