Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 12:01 Eldur sem kviknaði eftir drónaárás í Rússlandi í nótt. Skjáskot Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. Rússar segja mikinn fjölda dróna hafa verið notaða til árásanna og sömuleiðis hafi Úkraínumenn notað vestrænar stýriflaugar. Ef marka má rússneska herbloggara voru árásir gerðar á skotmörk víðsvegar um Rússland með um það bil tvö hundruð drónum. Flestar árásirnar virðast hafa beinst að hergagnaverksmiðjum, vöruskemmum og olíu- og gasvinnsluinnviðum. Rússar hafa birt fjölmörg myndbönd af sprengingum og stærðarinnar bálum eftir árásir næturinnar, þrátt fyrir að bloggarar hafi haldið því fram að flestum drónanna og stýriflauganna hafi verið grandað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur enn sem komið er lítið sagt um árásirnar, annað en að sex ATACMS eldflaugar og sex Storm Shadow stýriflaugar hafi verið skotnar niður yfir Bryansk-héraði. Hversu miklum skaða árásirnar ollu er óljóst, að svo stöddu. Overnight, more than 100 drones attacked Russia, with explosions reported in 12 regions. Fires broke out at the Orgsintez plant in Kazan and an oil depot in Engels, while explosions were heard in Tambov, Voronezh, Tula, Orel, and Rostov regions. Airports in four cities were… pic.twitter.com/by36E0B5lg— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) January 14, 2025 Ríkisstjóri Saratov-héraðs í Rússlandi sagði frá því í morgun að árásir hefðu verið gerðar á borgirnar Saratov og Engels, sem liggja vil Volgu. Fjölmargir drónar hafi verið notaðir og að árásirnar hafi valdið skaða á tveimur verksmiðjum. Skólum í borginni var lokað í morgun vegna elda sem loga þar, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg árás Úkraínumanna á Engels í síðustu viku kveikti eld í olíugeymslustöð sem tók fimm daga að slökkva. Varnarmálaráðuneyti Úkraínumanna segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á olíugeymslu í Engels, efnaverksmiðju í Seltso sem notuð er til að framleiða sprengiefni og annað og tvær olíuvinnslur. On January 14, Ukraine's Defense Forces carried out the largest attack on russian military facilities, targeting locations 200 to 1,100 km deep inside russia.@GeneralStaffUA reports on the aftermath of this operation. The targets were hit in the Bryansk, Saratov, and Tula… pic.twitter.com/N4Wdzmpn8R— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 14, 2025 Uppfært: Yfirlýsingu Úkraínumanna hefur verið bætt við fréttina. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Rússar segja mikinn fjölda dróna hafa verið notaða til árásanna og sömuleiðis hafi Úkraínumenn notað vestrænar stýriflaugar. Ef marka má rússneska herbloggara voru árásir gerðar á skotmörk víðsvegar um Rússland með um það bil tvö hundruð drónum. Flestar árásirnar virðast hafa beinst að hergagnaverksmiðjum, vöruskemmum og olíu- og gasvinnsluinnviðum. Rússar hafa birt fjölmörg myndbönd af sprengingum og stærðarinnar bálum eftir árásir næturinnar, þrátt fyrir að bloggarar hafi haldið því fram að flestum drónanna og stýriflauganna hafi verið grandað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur enn sem komið er lítið sagt um árásirnar, annað en að sex ATACMS eldflaugar og sex Storm Shadow stýriflaugar hafi verið skotnar niður yfir Bryansk-héraði. Hversu miklum skaða árásirnar ollu er óljóst, að svo stöddu. Overnight, more than 100 drones attacked Russia, with explosions reported in 12 regions. Fires broke out at the Orgsintez plant in Kazan and an oil depot in Engels, while explosions were heard in Tambov, Voronezh, Tula, Orel, and Rostov regions. Airports in four cities were… pic.twitter.com/by36E0B5lg— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) January 14, 2025 Ríkisstjóri Saratov-héraðs í Rússlandi sagði frá því í morgun að árásir hefðu verið gerðar á borgirnar Saratov og Engels, sem liggja vil Volgu. Fjölmargir drónar hafi verið notaðir og að árásirnar hafi valdið skaða á tveimur verksmiðjum. Skólum í borginni var lokað í morgun vegna elda sem loga þar, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg árás Úkraínumanna á Engels í síðustu viku kveikti eld í olíugeymslustöð sem tók fimm daga að slökkva. Varnarmálaráðuneyti Úkraínumanna segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á olíugeymslu í Engels, efnaverksmiðju í Seltso sem notuð er til að framleiða sprengiefni og annað og tvær olíuvinnslur. On January 14, Ukraine's Defense Forces carried out the largest attack on russian military facilities, targeting locations 200 to 1,100 km deep inside russia.@GeneralStaffUA reports on the aftermath of this operation. The targets were hit in the Bryansk, Saratov, and Tula… pic.twitter.com/N4Wdzmpn8R— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 14, 2025 Uppfært: Yfirlýsingu Úkraínumanna hefur verið bætt við fréttina.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31