Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 11:44 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Póllandi þar sem hann hefur átt í viðræðum við Donald Tusk, forsætisráðherra. AP/Czarek Sokolowski Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði hana hafa verið umfangsmikla og benti á að nú væri hávetur og að skotmörk Rússa væru þau sömu og áður. Orkuinnviðir. „Meðal skotmarka þeirra voru gas og orkuinnviðir sem viðhalda eðlilegu lífi okkar fólks,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að orkukerfið væri enn standandi, ef svo má segja, en sagði mikilvægt að styrkja loftvarnir Úkraínu. Það hefur verið í forgangi í Kænugarði um langt skeið. Selenskí sagði að Úkraína ætti enn eftir að fá loftvarnarkerfi sem þeim hefði verið lofað. Þá væru yfirstandandi viðræður um leyfi til að framleiða þessi kerfi og flugskeyti í þau í Úkraínu. „Þetta er bæði raunhæft og nauðsynlegt að fá í gegn.“ Another massive Russian attack. It's the middle of winter, and the target for the Russians remains unchanged: our energy infrastructure. Among their objectives were gas and energy facilities that sustain normal life for our people. Over 40 missiles were launched in this attack,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 15, 2025 Herforingjaráð Úkraínu segir að þrjátíu eldflaugar hafi verið skotnar niður og 47 drónar. Úkraínumenn gerðu í fyrrinótt umfangsmiklar árásir í nokkrum héruðum Rússlands. Úkraínumenn nota að mestu jarðgas til að hita heimili sín og til að elda mat. Stærstu gasgeymslur ríkisins eru í vesturhluta landsins en Reuters hefur eftir ríkisstjóra Lviv að árásin hafi valdið skaða á orkuinnviðum þar. Rússar hafa gert tíðar árásir á orkuinnviði Úkraínu um langt skeið. Þær hafa dregið verulega úr orkuframleiðslu í ríkinu og er rafmagnsleysi algengt víðsvegar um landið. Reynt hefur verið að bæta fyrir framleiðsluskortinn með ljósavélum, sólarsellum og öðrum leiðum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði hana hafa verið umfangsmikla og benti á að nú væri hávetur og að skotmörk Rússa væru þau sömu og áður. Orkuinnviðir. „Meðal skotmarka þeirra voru gas og orkuinnviðir sem viðhalda eðlilegu lífi okkar fólks,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að orkukerfið væri enn standandi, ef svo má segja, en sagði mikilvægt að styrkja loftvarnir Úkraínu. Það hefur verið í forgangi í Kænugarði um langt skeið. Selenskí sagði að Úkraína ætti enn eftir að fá loftvarnarkerfi sem þeim hefði verið lofað. Þá væru yfirstandandi viðræður um leyfi til að framleiða þessi kerfi og flugskeyti í þau í Úkraínu. „Þetta er bæði raunhæft og nauðsynlegt að fá í gegn.“ Another massive Russian attack. It's the middle of winter, and the target for the Russians remains unchanged: our energy infrastructure. Among their objectives were gas and energy facilities that sustain normal life for our people. Over 40 missiles were launched in this attack,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 15, 2025 Herforingjaráð Úkraínu segir að þrjátíu eldflaugar hafi verið skotnar niður og 47 drónar. Úkraínumenn gerðu í fyrrinótt umfangsmiklar árásir í nokkrum héruðum Rússlands. Úkraínumenn nota að mestu jarðgas til að hita heimili sín og til að elda mat. Stærstu gasgeymslur ríkisins eru í vesturhluta landsins en Reuters hefur eftir ríkisstjóra Lviv að árásin hafi valdið skaða á orkuinnviðum þar. Rússar hafa gert tíðar árásir á orkuinnviði Úkraínu um langt skeið. Þær hafa dregið verulega úr orkuframleiðslu í ríkinu og er rafmagnsleysi algengt víðsvegar um landið. Reynt hefur verið að bæta fyrir framleiðsluskortinn með ljósavélum, sólarsellum og öðrum leiðum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31