Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Aron Guðmundsson skrifar 16. janúar 2025 11:31 Þeir voru ófáir titlarnir sem Víkingar sönkuðu að sér undir stjórn Arnars í Fossvoginum Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við. „Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“ Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
„Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira