Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 12:01 Mike Johnson, þingforseti, vísaði til „áhyggja frá Mar a Lago“ þegar hann tilkynnti Mike Turner þá ákvörðun sína að reka hann úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar. AP/Mark Schiefelbein Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Turner, sem skipaður var í embættið af Kevin McCarthy, forvera Johnson, hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínumanna og hefur hann gagnrýnt aðra Repúblikana sem hafa verið andvígir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna handa Úkraínumönnum. Þá gerði Turner marga Trump-liða reiða í fyrra þegar hann studdi framlengingu eftirlitsheimilda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Politico segir að Trump og helstu bandamenn hans hafi um nokkuð skeið þrýst á Johnson að reka Turner úr embætti. Þá sagði Turnar sjálfur við fréttakonu CBS News í gærkvöldi að þegar Johnson tilkynnti honum ákvörðunina hefði hann vísað til „áhyggja frá Mar a Lago“, heimili Trumps í Flórída. Mike Turner, fyrrverandi formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Mariam Zuhaib Johnson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að ákvörðunin hefði ekki verið Trumps, heldur hans eigin. Sagði hann Turner hafa staðið sig vel á erfiðum tímum en þörf væri á breytingum í nefndinni mikilvægu. Hver tekur við Turner liggur ekki fyrir að svo stöddu. Johnson segist ætla að tilkynna það í dag. I’m very proud to have served on the House Intelligence Committee and as its chairman. There are great members on the Committee, and I’m honored to have served with them.Under my leadership, we restored the integrity of the Committee and returned its mission to its core focus…— US Rep. Mike Turner (@RepMikeTurner) January 16, 2025 Ákvörðun Johnson er sögð hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins í opna skjöldu. Þar á meðal munu vera nokkrir þingmenn í leyniþjónustumálanefndinni. Í fyrra skipaði Johnson þá Scott Perry og Ronny Jackson í nefndina en báðir hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn Trumps og eru meðal þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa neitað að viðurkenna ósigur Trumps í forsetakosningunum 2020. Washington Post hefur eftir Jim Himes, æðsta þingmanni Demókrataflokksins í nefndinni, að hann hafi miklar áhyggjur af því hver muni taka við af formannsembættinu af Turner. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson má því varla við því að reita þingmenn sína til reiði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30 Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Turner, sem skipaður var í embættið af Kevin McCarthy, forvera Johnson, hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínumanna og hefur hann gagnrýnt aðra Repúblikana sem hafa verið andvígir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna handa Úkraínumönnum. Þá gerði Turner marga Trump-liða reiða í fyrra þegar hann studdi framlengingu eftirlitsheimilda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Politico segir að Trump og helstu bandamenn hans hafi um nokkuð skeið þrýst á Johnson að reka Turner úr embætti. Þá sagði Turnar sjálfur við fréttakonu CBS News í gærkvöldi að þegar Johnson tilkynnti honum ákvörðunina hefði hann vísað til „áhyggja frá Mar a Lago“, heimili Trumps í Flórída. Mike Turner, fyrrverandi formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Mariam Zuhaib Johnson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að ákvörðunin hefði ekki verið Trumps, heldur hans eigin. Sagði hann Turner hafa staðið sig vel á erfiðum tímum en þörf væri á breytingum í nefndinni mikilvægu. Hver tekur við Turner liggur ekki fyrir að svo stöddu. Johnson segist ætla að tilkynna það í dag. I’m very proud to have served on the House Intelligence Committee and as its chairman. There are great members on the Committee, and I’m honored to have served with them.Under my leadership, we restored the integrity of the Committee and returned its mission to its core focus…— US Rep. Mike Turner (@RepMikeTurner) January 16, 2025 Ákvörðun Johnson er sögð hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins í opna skjöldu. Þar á meðal munu vera nokkrir þingmenn í leyniþjónustumálanefndinni. Í fyrra skipaði Johnson þá Scott Perry og Ronny Jackson í nefndina en báðir hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn Trumps og eru meðal þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa neitað að viðurkenna ósigur Trumps í forsetakosningunum 2020. Washington Post hefur eftir Jim Himes, æðsta þingmanni Demókrataflokksins í nefndinni, að hann hafi miklar áhyggjur af því hver muni taka við af formannsembættinu af Turner. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson má því varla við því að reita þingmenn sína til reiði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30 Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11
Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30
Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13
Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51