„Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2025 22:47 Benjamín Nökkvi Björnsson lést árið 2015, þá ellefu ára gamall. Móðir drengs sem sigraðist tvisvar á hvítblæði áður en hann lést ellefu ára gamall, segir mikilvægt að lífsviðhorfi hans og stóra hjarta sé aldrei gleymt. Hún vinnur nú að því að gefa út bók um sögu sonarins. Benjamín Nökkvi Björnsson greindist með sjaldgæfa tegund hvítblæðis einungis níu vikna gamall. Átta mánaða fór hann í beinmergsskipti og sigraðist á krabbameininu, fyrstur íslenskra barna. Árið 2005 tók krabbameinið sig upp aftur en Benjamín sigraðist á meininu á ný. Hann var svo sex ára þegar hann greindist með sjaldgæfan og ólæknandi lungnasjúkdóm. Eygló Guðmundsdóttir, móðir Benjamíns, segir hann ávallt hafa tekið veikindunum með miklu æðruleysi. „Við höfum bara ákveðin lífsgæði sem við getum unnið með. Maður getur kannski farið í tvær áttir, maður getur verið bitur og pælt í því sem maður getur ekki, eða gert eins og Benjamín og margir aðrir að smætta niður væntingar. Hann var lukkulegur og hugsaði „Okei, ég verð kannski ekki fótboltamaður ef ég fæ ný lungu, en ég get orðið góður stjóri.“ Eða bara: „Geggjað að geta labbað upp stigann án þess að nota súrefni.“,“ segir Eygló. Benjamín hafði verið á biðlista eftir nýjum lungum í fjórtán mánuði þegar honum hrakaði verulega. Hann var lagður inn á Barnaspítalann og lést þar föstudaginn 1. maí árið 2015, tæpum þremur mánuðum fyrir tólf ára afmælisdaginn. „Það er ekki fyrr en á föstudeginum að hann vissi. Og þá var hann í raun og veru að láta mig vita að hann vissi að þetta væri búið. Ég held reyndar að hvorugt okkar hafi vitað að þetta væri búið þennan dag. En þá er eins og að hann klári að tala um þessa hluti. Hann vill endilega hringja í mömmu mína sem býr fyrir vestan. Ég fékk að vita eftir á að hann segir: „Amma, ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský.“,“ segir Eygló. Benjamín fannst fátt skemmtilegra en fótbolti. Hans lið voru Fylkir og Liverpool. Hún safnar nú styrkjum á KarolinaFund til að gefa út bókina Bréf til Benjamíns, megi kyndillinn loga áfram, og fjallar um sögu þessa kraftmikla og áhrifaríka drengs, sem snerti hjörtu allra sem kynntust honum. „Ég er ekki að segja að hann sé að skrifa í gengum mig, en ég trúi því samt að hann hafi komið á þessa jörð með lífssamning við hvað sem það nú heitir einhvers staðar annars staðar, að koma sem einhverskonar kennari en gert samning um að hann þyrfti bara að vera í mjög stuttan tíma. Og svo tæki ég bara við,“ segir Eygló. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45 Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Benjamín Nökkvi Björnsson greindist með sjaldgæfa tegund hvítblæðis einungis níu vikna gamall. Átta mánaða fór hann í beinmergsskipti og sigraðist á krabbameininu, fyrstur íslenskra barna. Árið 2005 tók krabbameinið sig upp aftur en Benjamín sigraðist á meininu á ný. Hann var svo sex ára þegar hann greindist með sjaldgæfan og ólæknandi lungnasjúkdóm. Eygló Guðmundsdóttir, móðir Benjamíns, segir hann ávallt hafa tekið veikindunum með miklu æðruleysi. „Við höfum bara ákveðin lífsgæði sem við getum unnið með. Maður getur kannski farið í tvær áttir, maður getur verið bitur og pælt í því sem maður getur ekki, eða gert eins og Benjamín og margir aðrir að smætta niður væntingar. Hann var lukkulegur og hugsaði „Okei, ég verð kannski ekki fótboltamaður ef ég fæ ný lungu, en ég get orðið góður stjóri.“ Eða bara: „Geggjað að geta labbað upp stigann án þess að nota súrefni.“,“ segir Eygló. Benjamín hafði verið á biðlista eftir nýjum lungum í fjórtán mánuði þegar honum hrakaði verulega. Hann var lagður inn á Barnaspítalann og lést þar föstudaginn 1. maí árið 2015, tæpum þremur mánuðum fyrir tólf ára afmælisdaginn. „Það er ekki fyrr en á föstudeginum að hann vissi. Og þá var hann í raun og veru að láta mig vita að hann vissi að þetta væri búið. Ég held reyndar að hvorugt okkar hafi vitað að þetta væri búið þennan dag. En þá er eins og að hann klári að tala um þessa hluti. Hann vill endilega hringja í mömmu mína sem býr fyrir vestan. Ég fékk að vita eftir á að hann segir: „Amma, ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský.“,“ segir Eygló. Benjamín fannst fátt skemmtilegra en fótbolti. Hans lið voru Fylkir og Liverpool. Hún safnar nú styrkjum á KarolinaFund til að gefa út bókina Bréf til Benjamíns, megi kyndillinn loga áfram, og fjallar um sögu þessa kraftmikla og áhrifaríka drengs, sem snerti hjörtu allra sem kynntust honum. „Ég er ekki að segja að hann sé að skrifa í gengum mig, en ég trúi því samt að hann hafi komið á þessa jörð með lífssamning við hvað sem það nú heitir einhvers staðar annars staðar, að koma sem einhverskonar kennari en gert samning um að hann þyrfti bara að vera í mjög stuttan tíma. Og svo tæki ég bara við,“ segir Eygló.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45 Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45
Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53