Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 18. janúar 2025 18:33 Ég er miðaldra kona, öryrkja og úr lágstétt, komin af verkafólki, þetta eru allt áhættuþættir þegar kemur að því að fá læknisþjónustu. Allir vita að konur eru bara móðursjúkar (Mæli með Móðursýkiskastið á Heimildinni) og gera allt of mikið úr veikindum sínum og ekki lagast það að verða miðaldra öryrki ja maður getur bara gleymt því í raun. Læknar hlæja að manni, gera lítið úr veikindum manns og hunsa mann og maður upplifir að maður sé fyrir og bara ruglaður. Þetta hefur kostað mannslíf. Nokkur „skemmtileg" dæmi Það hringdi í mig læknir og tjáði mér, „við vitum ekki hvað er að þér en erum nokkuð vissir um að það drepur þig ekki." Ég fékk lyf og leiðbeiningar um inntöku á glasinu var „takist hálftíma fyrir verki." Ég þurfti að endurnýja örorkuna mína fyrir mörgum árum, læknirinn mælti með 50% örorku því það væri ekkert líf fyrir þrítuga konu að sitja heima alla dag, þó það sé kannski rétt þá læknaði það mig ekki, ég varð samt að bíta á jaxlinn og vinna hálfan daginn í tvö ár uns ég fékk þessu breytt aftur. 2018 sagði ég lækni frá vandamáli sem hefði verið að hrjá mig um skeið, hún brást hlæjandi við og spurði, með orðunum hvernig getur það gerst, ég komst svo að því síðar þegar ég þorði að nefna þetta við annan læknir að þetta væri ekkert til að hlæja að og hefði betur verið rannsakað betur þá og væri líklega tengt þessu sem er að hrjá mig núna. Eitt ruglið var að læknir, sem ég var búin að bíða eftir tíma hjá í 15 daga svo hann gæti tilvísaði mér áfram gleymdi að senda tilvísunina af stað... ég komst að því fyrir tilviljun, svo ég þurfti að bíða eftir öðrum tíma í nokkra daga hjá öðrum lækni svo hægt væri að klára þetta, þetta var bráðatilfelli! Heilbrigðisstarfsmaður hringdi að bjóða mér tíma í rannsókn ég gat fengið tíma 28 Apríl, ég missti út úr mér, ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja.... svo ég sagði henni að mér væri alvara, ég væri í forgang vegna bráðatilfellis og minn læknir hefði talað um 13 Mars .... þegar hún skoðaði málið sá hún að þetta var bara skráð inn á spjall á innri vef starfsmanna en tíminn aldrei skráður.......... Annar læknir ætlaði að hringja strax þegar hann kæmi úr fríi, það var í ágúst 2023 Ég fór til heimilislæknis í enda árs og ætlaði hann að kanna nokkra hluti fyrir mig, ég les svo á fréttamiðlum að hann er hættur og engir læknar á staðnum, hvað með mig og mín veikindi? er öllum sama þó ég sé búinn að vera með hausverk síðan í ágúst vegna lyfja en hann ætlaði að skoða hvaða önnur lyf sem ég gæti fengið? eða að ég sé enn með verki og hreyfiskerðingu síðan ég braut úlnliðinn fyrir ári, hann sendi mig í myndgreiningu en hvað ef engin fylgir því eftir eða veit af því þá gerist varla neitt, eina leiðin er að bíða eftir öðrum tíma í nokkra mánuði. Ég þurfti að leita á bráðamóttökuna núna í byrjun janúar því það small eitthvað í öxlinni á mér, læknirinn vildi senda mig í myndrannsókn og sagði mér að láta heimilislæknirinn fylgja því eftir, ég tjáði henni að ég byggi á Hvolsvelli og þar væru engir læknar, svo mælti hún með að ég hefði samband við sérfræðilæknirinn sem ég er hjá og segði honum hvað hefði gerst, ég sagði henni að ekki væri hægt að hringja í hann, hún hélt nú samt að hann vildi vita af þessu, en hann er einn af þessum Óínáanlegu, ég pantaði símatíma það eru komnar 2 vikur síðan. En öryrkjar þekkja þetta vel að vera aftast í röðinni og gleymast ótengt kyni og aldri, það sama má segja um þá sem lifa við fátækramörk og ekki geta farið í rannsóknir og pantað tíma hjá hvaða lækni sem er. Það þarf að verða viðhorfsbreyting hjá læknastéttinni gagnvart konum, öryrkjum og láglaunafólki við eigum ekki og getum ekki alltaf beðið, við megum líka eiga okkur mannsæmandi líf minni áhyggjur og verki. Hvernig væri að veita meiri pening í heilbrigðiskerfið svo allir geti fengið viðunandi þjónustu óháð kyni og fjárhag? Og bæta kjör þeirra lægst launuðustu því án okkar getið þið ekki sinnt ykkar störfum, það þarf að þrífa, passa börn, annast aldraða og sjúka og elda mat, án verkafólks myndi fátt gerast í þjóðfélaginu. Hættum að mismuna fólki við erum öll mikilvæg. Ómissandi fólk - Magnús Eiríksson Höfundur hefur verki með þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er miðaldra kona, öryrkja og úr lágstétt, komin af verkafólki, þetta eru allt áhættuþættir þegar kemur að því að fá læknisþjónustu. Allir vita að konur eru bara móðursjúkar (Mæli með Móðursýkiskastið á Heimildinni) og gera allt of mikið úr veikindum sínum og ekki lagast það að verða miðaldra öryrki ja maður getur bara gleymt því í raun. Læknar hlæja að manni, gera lítið úr veikindum manns og hunsa mann og maður upplifir að maður sé fyrir og bara ruglaður. Þetta hefur kostað mannslíf. Nokkur „skemmtileg" dæmi Það hringdi í mig læknir og tjáði mér, „við vitum ekki hvað er að þér en erum nokkuð vissir um að það drepur þig ekki." Ég fékk lyf og leiðbeiningar um inntöku á glasinu var „takist hálftíma fyrir verki." Ég þurfti að endurnýja örorkuna mína fyrir mörgum árum, læknirinn mælti með 50% örorku því það væri ekkert líf fyrir þrítuga konu að sitja heima alla dag, þó það sé kannski rétt þá læknaði það mig ekki, ég varð samt að bíta á jaxlinn og vinna hálfan daginn í tvö ár uns ég fékk þessu breytt aftur. 2018 sagði ég lækni frá vandamáli sem hefði verið að hrjá mig um skeið, hún brást hlæjandi við og spurði, með orðunum hvernig getur það gerst, ég komst svo að því síðar þegar ég þorði að nefna þetta við annan læknir að þetta væri ekkert til að hlæja að og hefði betur verið rannsakað betur þá og væri líklega tengt þessu sem er að hrjá mig núna. Eitt ruglið var að læknir, sem ég var búin að bíða eftir tíma hjá í 15 daga svo hann gæti tilvísaði mér áfram gleymdi að senda tilvísunina af stað... ég komst að því fyrir tilviljun, svo ég þurfti að bíða eftir öðrum tíma í nokkra daga hjá öðrum lækni svo hægt væri að klára þetta, þetta var bráðatilfelli! Heilbrigðisstarfsmaður hringdi að bjóða mér tíma í rannsókn ég gat fengið tíma 28 Apríl, ég missti út úr mér, ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja.... svo ég sagði henni að mér væri alvara, ég væri í forgang vegna bráðatilfellis og minn læknir hefði talað um 13 Mars .... þegar hún skoðaði málið sá hún að þetta var bara skráð inn á spjall á innri vef starfsmanna en tíminn aldrei skráður.......... Annar læknir ætlaði að hringja strax þegar hann kæmi úr fríi, það var í ágúst 2023 Ég fór til heimilislæknis í enda árs og ætlaði hann að kanna nokkra hluti fyrir mig, ég les svo á fréttamiðlum að hann er hættur og engir læknar á staðnum, hvað með mig og mín veikindi? er öllum sama þó ég sé búinn að vera með hausverk síðan í ágúst vegna lyfja en hann ætlaði að skoða hvaða önnur lyf sem ég gæti fengið? eða að ég sé enn með verki og hreyfiskerðingu síðan ég braut úlnliðinn fyrir ári, hann sendi mig í myndgreiningu en hvað ef engin fylgir því eftir eða veit af því þá gerist varla neitt, eina leiðin er að bíða eftir öðrum tíma í nokkra mánuði. Ég þurfti að leita á bráðamóttökuna núna í byrjun janúar því það small eitthvað í öxlinni á mér, læknirinn vildi senda mig í myndrannsókn og sagði mér að láta heimilislæknirinn fylgja því eftir, ég tjáði henni að ég byggi á Hvolsvelli og þar væru engir læknar, svo mælti hún með að ég hefði samband við sérfræðilæknirinn sem ég er hjá og segði honum hvað hefði gerst, ég sagði henni að ekki væri hægt að hringja í hann, hún hélt nú samt að hann vildi vita af þessu, en hann er einn af þessum Óínáanlegu, ég pantaði símatíma það eru komnar 2 vikur síðan. En öryrkjar þekkja þetta vel að vera aftast í röðinni og gleymast ótengt kyni og aldri, það sama má segja um þá sem lifa við fátækramörk og ekki geta farið í rannsóknir og pantað tíma hjá hvaða lækni sem er. Það þarf að verða viðhorfsbreyting hjá læknastéttinni gagnvart konum, öryrkjum og láglaunafólki við eigum ekki og getum ekki alltaf beðið, við megum líka eiga okkur mannsæmandi líf minni áhyggjur og verki. Hvernig væri að veita meiri pening í heilbrigðiskerfið svo allir geti fengið viðunandi þjónustu óháð kyni og fjárhag? Og bæta kjör þeirra lægst launuðustu því án okkar getið þið ekki sinnt ykkar störfum, það þarf að þrífa, passa börn, annast aldraða og sjúka og elda mat, án verkafólks myndi fátt gerast í þjóðfélaginu. Hættum að mismuna fólki við erum öll mikilvæg. Ómissandi fólk - Magnús Eiríksson Höfundur hefur verki með þessu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar