Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2025 10:42 Donald Trump tekur við embætti á morgun. AP/Matt Rourke Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, stofnaði í gær eigin rafmynt. Virði rafmyntarinnar hefur aukist mjög en hún hefur þó orðið fyrir töluverðri gagnrýni. Rafmynt þessi ber nafnið $TRUMP og er hún skilgreind sem svokölluð meme-rafmynt og byggir hún á Solana-gagnakeðjunni (e. Blockchain). Samkvæmt upplýsingum á síðu rafmyntarinnar er búið að gefa út 200 milljón rafmyntir og 800 milljónir til viðbótar gefnar út á næstu þremur árum. Trump tilkynnti rafmynt sína á samfélagsmiðlum í gær. Þessar svokölluðu „meme“-rafmyntir eru alræmdar fyrir það að virði þeirra getur ekki byggt á neinu öðru en mikilli umfjöllun og spennu kringum þær. Virði rafmyntarinnar jókst mjög í upphafi og var heildarverðmæti rafmyntanna metið á sex milljarða dala í gærkvöldi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þegar þetta er skrifað er virðið komið í 12,9 milljarða dala, samkvæmt Coin Market Cap. Það samsvarar um 1,8 billjón króna. Útgáfa rafmyntarinnar hefur verið gagnrýnd töluvert og meðal annars af stuðningsmönnum Trumps og rafmynta. Stærsta gagnrýnisatriðið er að áttatíu prósent rafmyntanna eru í eigu félaga í eigu fyrirtækis Trumps. Þá hefur WSJ eftir sérfræðingum að rafmyntin veki áhyggjur varðandi hagsmunaárekstra. Erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geti keypt rafmynt til að hafa áhrif á Trump. Trump hefur heitið því að gera rafmynt hátt undir höfði, ef svo má segja, á kjörtímabili sínu. Hann hefur meðal annars talað um að gera lög til að bæta viðskipti með rafmyntir og talað um Washington DC sem höfuðborg rafmynta. Bandaríkin Donald Trump Rafmyntir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rafmynt þessi ber nafnið $TRUMP og er hún skilgreind sem svokölluð meme-rafmynt og byggir hún á Solana-gagnakeðjunni (e. Blockchain). Samkvæmt upplýsingum á síðu rafmyntarinnar er búið að gefa út 200 milljón rafmyntir og 800 milljónir til viðbótar gefnar út á næstu þremur árum. Trump tilkynnti rafmynt sína á samfélagsmiðlum í gær. Þessar svokölluðu „meme“-rafmyntir eru alræmdar fyrir það að virði þeirra getur ekki byggt á neinu öðru en mikilli umfjöllun og spennu kringum þær. Virði rafmyntarinnar jókst mjög í upphafi og var heildarverðmæti rafmyntanna metið á sex milljarða dala í gærkvöldi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þegar þetta er skrifað er virðið komið í 12,9 milljarða dala, samkvæmt Coin Market Cap. Það samsvarar um 1,8 billjón króna. Útgáfa rafmyntarinnar hefur verið gagnrýnd töluvert og meðal annars af stuðningsmönnum Trumps og rafmynta. Stærsta gagnrýnisatriðið er að áttatíu prósent rafmyntanna eru í eigu félaga í eigu fyrirtækis Trumps. Þá hefur WSJ eftir sérfræðingum að rafmyntin veki áhyggjur varðandi hagsmunaárekstra. Erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geti keypt rafmynt til að hafa áhrif á Trump. Trump hefur heitið því að gera rafmynt hátt undir höfði, ef svo má segja, á kjörtímabili sínu. Hann hefur meðal annars talað um að gera lög til að bæta viðskipti með rafmyntir og talað um Washington DC sem höfuðborg rafmynta.
Bandaríkin Donald Trump Rafmyntir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira