Bein útsending: Trump sver embættiseið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 08:48 Dagur Trump hefst snemma, með messu í St. John's Church. Getty/Kevin Dietsch Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira