Þetta tilkynnti hún á X-síðu sinni í gærkvöldi, daginn fyrir innsetningarathöfn Donald Trump.
„Hið opinberlega Melania Meme er til sölu! Þú getur keypt $Melania núna,“ stóð í tilkynningunni.
The Official Melania Meme is live!
— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) January 19, 2025
You can buy $MELANIA now. https://t.co/8FXvlMBhVf
FUAfBo2jgks6gB4Z4LfZkqSZgzNucisEHqnNebaRxM1P pic.twitter.com/t2vYiahRn6
Donald Trump kynnti einnig til leiks í gær sína eigin rafmynt sem hann kallar $Trump. Rafmynt hans er talin vera tólf milljarða bandarískra dollara virði þegar umfjöllun BBC er rituð. Rafmynt Melania er þá talin vera tæplega tveggja milljarða bandarískra dollara virði.
Báðar rafmyntirnar byggja á Solana-gangakeðjunni og eru svokallaðar meme-rafmyntir.
Ákvörðun Donald Trump að gefa út rafmynt hefur verið harðlega gagnrýnd vegna hagsmunaárekstra þar sem að erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geta keypt rafmyntina og haft þar af leiðandi áhrif á verðandi forsetann. Donald Trump sver embættiseið sinn í þessum rituðu orðum.
Báðar rafmyntir Trump hjónanna eru komnar á lista yfir hundrað verðmætustu rafmyntirnar. Hver sem er getur búið til rafmynt og eru því þúsundir mismunandi rafmyntir til sölu.