Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2025 22:35 Grænlendingar með Trump-húfur þegar Donald Trump yngri heimsótti eyjuna fyrr í mánuðinum. EPA/EMIL STACH Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. Hinn helmingurinn lítur á áhuga Trumps sem ógn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir grænlenska miðilinn Sermitsiaq og danska miðilinn Berlingske. Rætt var við 497 íbúa Grænlands sem valdir voru af handahófi, með áðurnefndum niðurstöðum. Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað haldið því fram að Bandaríkin þurfi að eignast Grænlands vegna þjóðaröryggis og hefur hann meðal annars talað um að kaupa Grænland af Danmörku. þá hefur hann ekki viljað útiloka að beita hervaldi til að eignast Grænland. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, ítrekaði á dögunum að Grænlendingar vilji sjálfstæði og vilji ráða sér sjálfir. „Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn,“ sagði hann. Sjá tækifæri í námuvinnslu Þegar kemur að tækifærum sem Grænlendingar sjá í áhuga Trumps sagði Naaja Nathanielsen, sem er meðal annars námumálaráðherra Grænlands, fyrr í mánuðinum að hún væri sammála Trump um að nýta þyrfti auðlindir Grænlands betur en óttaðist hún að orðræða hans gæti fælt fjárfesta. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Hinn helmingurinn lítur á áhuga Trumps sem ógn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir grænlenska miðilinn Sermitsiaq og danska miðilinn Berlingske. Rætt var við 497 íbúa Grænlands sem valdir voru af handahófi, með áðurnefndum niðurstöðum. Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað haldið því fram að Bandaríkin þurfi að eignast Grænlands vegna þjóðaröryggis og hefur hann meðal annars talað um að kaupa Grænland af Danmörku. þá hefur hann ekki viljað útiloka að beita hervaldi til að eignast Grænland. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, ítrekaði á dögunum að Grænlendingar vilji sjálfstæði og vilji ráða sér sjálfir. „Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn,“ sagði hann. Sjá tækifæri í námuvinnslu Þegar kemur að tækifærum sem Grænlendingar sjá í áhuga Trumps sagði Naaja Nathanielsen, sem er meðal annars námumálaráðherra Grænlands, fyrr í mánuðinum að hún væri sammála Trump um að nýta þyrfti auðlindir Grænlands betur en óttaðist hún að orðræða hans gæti fælt fjárfesta. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45
Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44