Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 19:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. Þegar minnisblaðið var sent út á mánudagskvöldið, af fjármálaskrifstofu Hvíta hússins (OBM), stóðu forsvarsmenn margskonar verkefna, samtaka og stofnana sem reiða sig á stuðning frá ríkinu frammi fyrir því að eiga ekki peninga. Minnisblað þetta byggði á forsetatilskipun Trumps sem segir til um allsherjar endurskoðun á styrkjum alríkisins. Minnisblaðið truflaði einnig starfsemi Medicaid-kerfisins, sem milljónir Bandaríkjamanna reiða á fyrir sjúkratryggingar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir einnig að starfsmenn Hvíta hússins hafi lent í miklum vandræðum með að útskýra skipunina og umfang hennar. Óreiðan leiddi til þess að ákveðið var að taka hana til baka. Kenna fjölmiðlum og dómara um Í tilkynningu frá Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem New York Times vitnar í, segir að forsetatilskipun Trumps, sem minnisblaðið byggði á, sé enn í gildi. Leavitt kennir fjölmiðlum og dómaranum sem frestaði gildistöku stöðvunarinnar um óreiðuna sem skipunin olli. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga skipunina til baka. Hún sendi síðan í kjölfarið út tíst þar sem hún ítrekaði að forsetastilskipunin væri enn í gildi. Það væri einungis minnisblað OMB sem hefði verið dregin til baka. This is NOT a rescission of the federal funding freeze. It is simply a rescission of the OMB memo.Why? To end any confusion created by the court's injunction.The President's EO's on federal funding remain in full force and effect, and will be rigorously implemented.— Karoline Leavitt (@PressSec) January 29, 2025 Enn ríkir talsverð óvissa vestanhafs um hvað þetta þýðir fyrir áðurnefnd verkefni, samtök og aðra styrkþega. Þingið á að stýra ríkissjóði Þá var einnig óljóst hvort skipun Trumps var yfir höfuð lögleg, þar sem um er að ræða peninga sem þingið hefur þegar samþykkt að eyða. Eins og áður hefur komið fram frestaði dómari gildistöku stöðvunarinnar í gær. Annar dómari setti svo einnig lögbann á tilskipun Trumps í kvöld. Saksóknarar nokkurra ríkja sem höfðuðu mál vegna hennar héldu því fram að tíst Leavitt sýndi að tilskipunin var enn virk og var það eftir að dómarinn sagðist vera að íhuga að fella tímabundinn fyrri úrskurð sinn í gildi. Hann vísaði svo til tísts talskonunnar og sagði að það að fella minnisblaðið úr gildi hefði lítil áhrif á tilskipunina sjálfa og beitti því lögbanni á hana. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna á þingið að stýra ríkissjóði. Þegar þingið samþykkir að eyða peningum er það Hvíta húsið sem á að deila þeim út til ríkja, stofnana og samtaka víðsvegar um Bandaríkin. Það hefur gerst í gegnum árin að forsetar hafa neitað að fylgja eftir fjárútlátum sem þingið hefur samþykkt en eftir miklar deilur milli þings og Richard Nixon á árum áður voru samin sérstök lög. Hann hafði þá reynt að koma í veg fyrir úthlutun margra milljarða dala í ýmis samfélagsverkefni. Samkvæmt þeim lögum á Hvíta húsið að útskýra fyrir þinginu af hverju það eru tafir á úthlutun peninga og þingið þarf að veita töfum til lengri tíma samþykki. AP segir útlit fyrir að áðurnefnd skipun Trumps hefði farið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, eins og deilurnar í forsetatíð Nixons gerðu. Þá voru allir dómarar sammála um að forsetinn hefð mætti ekki stöðva úthlutun peninga sem þingið hafði samþykkt. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Þegar minnisblaðið var sent út á mánudagskvöldið, af fjármálaskrifstofu Hvíta hússins (OBM), stóðu forsvarsmenn margskonar verkefna, samtaka og stofnana sem reiða sig á stuðning frá ríkinu frammi fyrir því að eiga ekki peninga. Minnisblað þetta byggði á forsetatilskipun Trumps sem segir til um allsherjar endurskoðun á styrkjum alríkisins. Minnisblaðið truflaði einnig starfsemi Medicaid-kerfisins, sem milljónir Bandaríkjamanna reiða á fyrir sjúkratryggingar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir einnig að starfsmenn Hvíta hússins hafi lent í miklum vandræðum með að útskýra skipunina og umfang hennar. Óreiðan leiddi til þess að ákveðið var að taka hana til baka. Kenna fjölmiðlum og dómara um Í tilkynningu frá Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem New York Times vitnar í, segir að forsetatilskipun Trumps, sem minnisblaðið byggði á, sé enn í gildi. Leavitt kennir fjölmiðlum og dómaranum sem frestaði gildistöku stöðvunarinnar um óreiðuna sem skipunin olli. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga skipunina til baka. Hún sendi síðan í kjölfarið út tíst þar sem hún ítrekaði að forsetastilskipunin væri enn í gildi. Það væri einungis minnisblað OMB sem hefði verið dregin til baka. This is NOT a rescission of the federal funding freeze. It is simply a rescission of the OMB memo.Why? To end any confusion created by the court's injunction.The President's EO's on federal funding remain in full force and effect, and will be rigorously implemented.— Karoline Leavitt (@PressSec) January 29, 2025 Enn ríkir talsverð óvissa vestanhafs um hvað þetta þýðir fyrir áðurnefnd verkefni, samtök og aðra styrkþega. Þingið á að stýra ríkissjóði Þá var einnig óljóst hvort skipun Trumps var yfir höfuð lögleg, þar sem um er að ræða peninga sem þingið hefur þegar samþykkt að eyða. Eins og áður hefur komið fram frestaði dómari gildistöku stöðvunarinnar í gær. Annar dómari setti svo einnig lögbann á tilskipun Trumps í kvöld. Saksóknarar nokkurra ríkja sem höfðuðu mál vegna hennar héldu því fram að tíst Leavitt sýndi að tilskipunin var enn virk og var það eftir að dómarinn sagðist vera að íhuga að fella tímabundinn fyrri úrskurð sinn í gildi. Hann vísaði svo til tísts talskonunnar og sagði að það að fella minnisblaðið úr gildi hefði lítil áhrif á tilskipunina sjálfa og beitti því lögbanni á hana. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna á þingið að stýra ríkissjóði. Þegar þingið samþykkir að eyða peningum er það Hvíta húsið sem á að deila þeim út til ríkja, stofnana og samtaka víðsvegar um Bandaríkin. Það hefur gerst í gegnum árin að forsetar hafa neitað að fylgja eftir fjárútlátum sem þingið hefur samþykkt en eftir miklar deilur milli þings og Richard Nixon á árum áður voru samin sérstök lög. Hann hafði þá reynt að koma í veg fyrir úthlutun margra milljarða dala í ýmis samfélagsverkefni. Samkvæmt þeim lögum á Hvíta húsið að útskýra fyrir þinginu af hverju það eru tafir á úthlutun peninga og þingið þarf að veita töfum til lengri tíma samþykki. AP segir útlit fyrir að áðurnefnd skipun Trumps hefði farið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, eins og deilurnar í forsetatíð Nixons gerðu. Þá voru allir dómarar sammála um að forsetinn hefð mætti ekki stöðva úthlutun peninga sem þingið hafði samþykkt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12
Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45
Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35
Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43