Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 20:12 Donald Trump segir að hægt verði að senda þrjátíu þúsund manns í fangabúðir á Kúbu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætli sér að gefa út forsetatilskipun um að reisa fangabúðir í Guantánamoflóa á Kúbu. Þangað ætli hann svo að senda farand- og flóttafólk sem heldur ólöglega til í Bandaríkjunum. Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst. Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07
Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12
Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51