Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 07:33 Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar