Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 07:33 Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun