Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:25 Donald Trump og Benjamín Netanjahú í Washington DC í gær. AP/Alex Brandon Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“. Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Trump var á blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í Hvíta húsinu í gær þegar hann lét ummæli falla. Sagði hann að Bandaríkin myndu taka yfir Gasaströndina og gera hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Sjá einnig: Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur nefnt að flytja alla íbúa Gasa, um 2,3 milljónir þeirra, annað. Hann hefur áður sagt að hann vilji að Egyptaland og Jórdanía taki við þeim en þeirri tillögu hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Hernaður Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni hefur leitt til um 47 þúsund dauðsfalla, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, og gífurlega umfangsmikilla skemmda þar. Sádar fljótir með yfirlýsingu Fljótt eftir þessi nýjustu ummæli Trumps sendu yfirvöld í Sádi-Arabíu, sem Trump hefur átt í góðum samskiptum við, út yfirlýsingu um að hugmynd Trumps kæmi ekki til greina. Ekki væri hægt að reka Palestínumenn á brott eða brjóta á lögmætum réttindum þeirra. Í yfirlýsingunni segir að Sádi-Arabía muni ekki mynda formleg tengsl við Ísrael án stofnunar palestínsks ríkis, samkvæmt frétt Reuters. Bretar, Frakkar og margir aðrir hafa einnig gagnrýnt ummæli Trumps. Í frétt AP fréttaveitunnar er einnig vísað til ummæla frá Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, um að þar á bæ hafi yfirvöld um árabil stutt tveggja ríkja lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs og það hafi ekki breyst. Riyad Mansour, sem leiðir sendinefnd Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi um að ef senda ætti íbúa Gasastrandarinnar á einhverja „góða staði“ væri réttast að leyfa þeim að snúa aftur til fyrrverandi heimila sinna sem eru nú innan Ísrael. Það væru góðir staðir og þar yrðu þau ánægð og notaði Mansour þar svipuð orð og Trump í gær. “For those who want to send the Palestinian people to a ‘nice place’, allow them to go back to their original homes in what is now Israel…the Palestinian people want to rebuild Gaza because this is where we belong.” pic.twitter.com/T8i7ZwDhLQ— State of Palestine (@Palestine_UN) February 4, 2025 Bandarískir þingmenn hafa einnig gagnrýnt Trump harðlega vegna ummælanna en flestir þeirra eru Demókratar. Hafa þeir látið orð eins og þjóðernishreinsun falla og hefur einni þingmaður lýst ummælum Trump sem slæmum og sjúkum brandara. „Innrás Bandaríkjanna á Gasa myndi leiða til slátrunar þúsunda bandarískra hermanna og áratuga stríðsreksturs í Mið-Austurlöndum,“ sagði Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins, samkvæmt Washington Post. Þar segir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir í flokknum hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir Trumps. Þingmaðurinn Josh Brecheen sagði „frið með auknum styrk“ vera að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði Claudia Tenney að Trump ætti skilið friðarverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í Mið-Austurlöndum. Marco Rubio, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og núverandi utanríkisráðherra, sagði að Bandaríkin myndu „gera Gasaströndina fallega aftur“.
Bandaríkin Donald Trump Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42 Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50
UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Útlit er fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hætti starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag, eftir að stjórnvöld í Ísrael ákváðu að banna stofnunina innan Ísrael. 30. janúar 2025 06:42
Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27. janúar 2025 06:52