Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 16:52 Friðargæsluliðar á ferð um Goma þann 1. febrúar. Getty/Daniel Buuma Hundruðum kvenfanga var nauðgað og þær brenndar lifandi í borginni Goma í Austur-Kongó, eftir að hún féll í hendur uppreisnarmanna M23 og hers Rúanda í síðustu viku. Þegar fangelsi borgarinnar féll sluppu þaðan þúsundir manna en ráðist var á þann væng fangelsisins þar sem konunum var haldið. Vivian van de Perre, sem kemur að stjórn friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu og er í Goma, segir að hundruð kvenna hafi verið nauðgað í árásinni og að kveikt hafi verið í fangelsinu í kjölfarið. Í frétt Guardian segir að myndir af fangelsinu sýni mikinn eld loga þar þann 27. janúar, daginn sem borgin féll. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Upplýsingar um ódæðið eru enn mjög takmarkaðar en van de Perre segir nokkur hundruð konur hafa verið í fangelsinu. Þeim hafi öllum verið nauðgað, þegar uppreisnarmennirnir tóku fangelsið og um fjögur þúsund menn flúðu, og þær hafi allar dáið í eldsvoðanum eftir það. Líklega er um að ræða versta ódæði uppreisnarmanna M23 í Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Lýstu óvænt yfir vopnahléi Leiðtogar M23 lýstu á mánudaginn óvænt yfir einhliða vopnahléi og sögðust ekki hafa áhuga á því að taka einnig borgina Bukavu, sem uppreisnarmenn M23 höfðu sótt í átt að eftir fall Goma. Van de Perre sagði í samtali við Guardian að það væru jákvæðar fréttir. Sérstaklega ef M23 hörfi frá Goma, því annars stefni í áframhaldandi átök. Her Austur-Kongó hafi nýverið fengið töluverðan liðsauka frá Búrúndí og að það hafi líklega leitt til breytinga hjá leiðtogum M23. Hún sagði einnig að friðargæsluliðar hefðu séð hermenn frá Rúanda með uppreisnarmönnum M23 í Goma og að alþjóðasamfélagið þyrfti að setja mikinn þrýsting á yfirvöld ríkisins. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Kynbundið ofbeldi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Vivian van de Perre, sem kemur að stjórn friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu og er í Goma, segir að hundruð kvenna hafi verið nauðgað í árásinni og að kveikt hafi verið í fangelsinu í kjölfarið. Í frétt Guardian segir að myndir af fangelsinu sýni mikinn eld loga þar þann 27. janúar, daginn sem borgin féll. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Upplýsingar um ódæðið eru enn mjög takmarkaðar en van de Perre segir nokkur hundruð konur hafa verið í fangelsinu. Þeim hafi öllum verið nauðgað, þegar uppreisnarmennirnir tóku fangelsið og um fjögur þúsund menn flúðu, og þær hafi allar dáið í eldsvoðanum eftir það. Líklega er um að ræða versta ódæði uppreisnarmanna M23 í Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Lýstu óvænt yfir vopnahléi Leiðtogar M23 lýstu á mánudaginn óvænt yfir einhliða vopnahléi og sögðust ekki hafa áhuga á því að taka einnig borgina Bukavu, sem uppreisnarmenn M23 höfðu sótt í átt að eftir fall Goma. Van de Perre sagði í samtali við Guardian að það væru jákvæðar fréttir. Sérstaklega ef M23 hörfi frá Goma, því annars stefni í áframhaldandi átök. Her Austur-Kongó hafi nýverið fengið töluverðan liðsauka frá Búrúndí og að það hafi líklega leitt til breytinga hjá leiðtogum M23. Hún sagði einnig að friðargæsluliðar hefðu séð hermenn frá Rúanda með uppreisnarmönnum M23 í Goma og að alþjóðasamfélagið þyrfti að setja mikinn þrýsting á yfirvöld ríkisins.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Kynbundið ofbeldi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira