Erlent

Girnist Gasa og vill í­búana burt

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Donald Trump girnist ýmis landsvæði í heiminum, svo sem Grænland, Panama skurðinn og nú Gasa.
Donald Trump girnist ýmis landsvæði í heiminum, svo sem Grænland, Panama skurðinn og nú Gasa. EPA-EFE/WILL OLIVER

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu.

Á blaðamannafundi í opinberri heimsókn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrr í febrúar sagði Trump að flytja ætti alla íbúa Gasa frá landi, helst til Egyptalands eða Jórdaínu. Hann sagði engan vilja búa þar og í staðinn ætti að byggja þar glæsibaðströnd eða svokallaða „riveríu.“

Ef að Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa yrðu allir íbúar Gasa fluttir á brott fyrir fullt og allt. Í staðinn ætlar Trump sér að sjá til þess að mun betra húsnæði stæði þeim til boða annars staðar.

„Ég er að tala um að búa til varanlegt heimili fyrir þau,“ sagði Donald Trump. „Ég myndi eiga þetta. Hugsaðu um þetta sem fasteignaþróun fyrir framtíðina. Þetta myndi vera fallegt landsvæði. Engum háum fjárhæðum yrði eytt.“

Samkvæmt umfjöllun Reuters sagði forsetinn í viðtali í dag að hann gæti gert samning við Egypta og Jórdana til að taka á móti rúmlega tveimur milljónum íbúum á Gasa. Bæði löndin, ásamt fleiri nágrannaþjóðum, hafa sagt að þeir hafa ekki tök á því að taka á móti Palestínubúum.

Íbúar á Gasa hafa ekki tekið vel í tillögur Bandaríkjaforseta og segjast ekki ætla flytja þaðan.

Embættismenn Trumps hafa ítrekað undanfarna daga að reynt að draga til baka orð forsetans um að flytja ætti alla íbúa þar burt fyrir fullt og allt. Trump og embættismenn hans virðast ekki samstíga í yfirlýsingum sínum.

Netanjahú var ánægður með tillögu forsetans um að endurbyggja Gasa en sagði þó að Palestínubúarnir mættu búa á svæðinu.

Óstöðugleiki er nú á svæðinu þar sem Hamas hefur sakað Ísrael um að brjóta gegn vopnahléinu sem nú er í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×