Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 10:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í gær. AP/Ben Curtis Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum. Nánast allir opinberir starfsmenn sem hafa unnið í opinbera geiranum í minna tvö ár, og njóta því ekki þeirrar hefðbundnu verndar frá brottrekstri sem flestir opinberir starfsmenn njóta, verða reknir. AP fréttaveitan segir að mögulega sé um nokkur hundruð þúsund manns að ræða. Opinber gögn sýna að í mars 2024 höfðu um það bil 220 þúsund opinberir starfsmenn unnið minna en ár í opinbera geiranum, þar sem um 2,4 milljónir manna vinna. Er herinn og pósturinn ekki talinn með. Heimildarmenn Washington Post segja að allt að tvö hundruð þúsund manns standi frammi fyrir brottrekstri. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, skrifaði á þriðjudaginn undir forsetatilskipun um umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið fremstur í fylkingu þegar kemur að þessum niðurskurði og hefur kallað eftir því opinberum stofnunum verði alfarið lokað. Það að fækka opinberum starfsmönnum um fjórðung myndi draga úr opinberum fjárútlátum um um það bil eitt prósent af heildarútlátum. AP hefur eftir forsvarsmanni stórs verkalýðsfélags opinberra starfsmanna vestanhafs að ríkisstjórn Trumps sé að misnota vald sitt varðandi nýja starfsmenn. Ekki sé verið að reka starfsmennina vegna þess hvernig þeir standa sig í starfi, heldur sé það eingöngu vegna þess þeir hafi verið ráðnir áður en Trump tók við völdum. Þá hefur Washington Post eftir fólki sem fékk reisupassann í gær að þau hafi fengið tölvupóst um að frammistaða þeirra hefði ekki verið nægilega góð til að halda þeim í vinnu, þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið gagnrýnd fyrir slæma frammistöðu. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Nánast allir opinberir starfsmenn sem hafa unnið í opinbera geiranum í minna tvö ár, og njóta því ekki þeirrar hefðbundnu verndar frá brottrekstri sem flestir opinberir starfsmenn njóta, verða reknir. AP fréttaveitan segir að mögulega sé um nokkur hundruð þúsund manns að ræða. Opinber gögn sýna að í mars 2024 höfðu um það bil 220 þúsund opinberir starfsmenn unnið minna en ár í opinbera geiranum, þar sem um 2,4 milljónir manna vinna. Er herinn og pósturinn ekki talinn með. Heimildarmenn Washington Post segja að allt að tvö hundruð þúsund manns standi frammi fyrir brottrekstri. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, skrifaði á þriðjudaginn undir forsetatilskipun um umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið fremstur í fylkingu þegar kemur að þessum niðurskurði og hefur kallað eftir því opinberum stofnunum verði alfarið lokað. Það að fækka opinberum starfsmönnum um fjórðung myndi draga úr opinberum fjárútlátum um um það bil eitt prósent af heildarútlátum. AP hefur eftir forsvarsmanni stórs verkalýðsfélags opinberra starfsmanna vestanhafs að ríkisstjórn Trumps sé að misnota vald sitt varðandi nýja starfsmenn. Ekki sé verið að reka starfsmennina vegna þess hvernig þeir standa sig í starfi, heldur sé það eingöngu vegna þess þeir hafi verið ráðnir áður en Trump tók við völdum. Þá hefur Washington Post eftir fólki sem fékk reisupassann í gær að þau hafi fengið tölvupóst um að frammistaða þeirra hefði ekki verið nægilega góð til að halda þeim í vinnu, þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið gagnrýnd fyrir slæma frammistöðu.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30
Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13. febrúar 2025 11:06