Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 13:06 Séraðgerðasveitin svokallaða er sögð heyra beint undir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. EPA/GAVRIIL GRIGOROV Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn kallast á ensku „Department of Special Tasks“ eða „Séraðgerðasveitin“ og notast vestrænir embættismenn við skammstöfunina SSD. Hún var stofnuð árið 2023 og mun vera skipuð útsendurum sem komið hafa að víðfrægum aðgerðum Rússa í Evrópu á undanförnum árum. Í frétt Wall Street Journal, þar sem kafað er ofan í saumana á SSD, segir að sveitin sé mynduð útsendurum úr ýmsum leyniþjónustum Rússlands. Þá hafi SSD tekið yfir fræga deild sem nefnist „sveit 29155“ en meðlimir hennar komu meðal annars að því að eitra fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Englandi árið 2018. Telja sig í átökum við Vesturlönd Vestrænir embættismenn sögðu í samtali við blaðamenn WSJ að ráðamenn í Rússlandi telji Vesturlönd bera sameiginlega ábyrgð á árásum Úkraínumanna í Rússlandi, eins og banatilræðum og dróna- og eldflaugaárásum, auk skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunni. Rússar eru sagðir telja sig eiga í átökum við Vesturlönd. Þess vegna séu þeir að stofna nýjar herdeildir og hóta notkun kjarnorkuvopna. Sveitin er talin hafa spilað stóra rullu í því að reyna að koma sérhönnuðum og vel dulbúnum eldsprengjum um borð í flugvélar DHL. Sprengjurnar munu hafa átt að berast til Bandaríkjanna. Séraðgerðasveitin hefur þrjú meginverkefni. Þau eru að fremja skemmdarverk og banatilræði á erlendri grundu. Að koma útsendurum fyrir í vestrænum fyrirtækjum og háskólum og að fá fólk til að njósna fyrir Rússa og þjálfa það. Meðal annars er sveitin sögð hafa reynt að laða að útsendara frá Úkraínu, þróunarríkjum og öðrum ríkjum eins og Serbíu, sem álitin eru vinsamleg af ráðamönnum á Vesturlöndum. Þar að auki er sveitin sögð stýra sérstakri deild þar sem margar sérsveitum rússneska heraflans fá þjálfun. Séraðgerðasveitin er sögð beina sjónum sínum sérstaklega að Þýskalandi, sökum þess að ráðamenn í Rússlandi telja ríkið veikan hlekk innan Atlantshafsbandalagsins. Er það vegna þess hve mikið Þjóðverjar hafa reitt sig á orkuinnflutning frá Rússlandi og jákvæðra sjónarmiða til Rússlands meðal stjórnmálamanna og almennings. Höfuðstöðvar GRU í Moskvu, þar sem Séraðgerðasveitin er til húsa.Getty Leidd af reynslumiklum mönnum SSD er leidd af tveimur mönnum. Andrey Vladimirovich Averyanov er æðstur og undir honum er Ivan Sergeevich Kasianenko. Averyanov barðist í Téténíu á árum áður og er eftirlýstur í Tékklandi fyrir meinta þátttöku hans í sprengjuárás í vopnageymslu þar í landið árið 2014. Sú árás mun hafa verið framin af Sveit 29155. Sjá einnig: Lýsa eftir sömu Rússum sem sakaðir voru um Skripal-árásina Averyanov hefur einnig hlotið æðsta heiður Rússlands, sem Vladimír Pútín, forseti, veitti honum fyrir aðkomu hans að ólöglegu hernámi og innlimun Krímskaga af Úkraínu. Kasianenko, sem sagður er hafa starfað um árabil hjá GRU, er talinn hafa skipulagt banatilræðið gegn Skripal. Hann mun nú halda utan um aðgerðir sveitarinnar í Evrópu og yfirtöku GRU á aðgerðum Wagner Group í Afríku, eftir að Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins dó árið 2023. Rannsóknarmiðillinn Insider sagði frá því í janúar að Kasianenko hefði sömuleiðis komið að því að fjármagna vígahópa í Afganistan og siga þeim á bandaríska hermenn og bandamenn þeirra. Samkvæmt heimildarmönnum WSJ bæði á Vesturlöndum og í Rússlandi heyrir Séraðgerðasveitin undir Pútín en leiðtogum hennar er ekki skylt að leita til hans eftir samþykki á aðgerðum þeirra. Ákærðu meðlimi sveitarinnar Evrópusambandið beitti refsiaðgerðum gegn Séraðgerðasveitinni í desember, vegna árása og skemmdarverka í Evrópu og víðar, og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði nokkra meðlimi sveitarinnar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur heitið tíu milljónum dala fyrir upplýsingar um fimm meðlimi sveitarinnar sem sakaðir hafa verið um tölvuárásir í Úkraínu. Meðal ráðamanna á Vesturlöndum hefur verið kallað eftir frekari hertum aðgerðum vegna árása Rússa og auknum viðbúnaði. Einn heimildarmaður WSJ innan NATO sagði að Vesturlönd þyrftu að líta svo á að þau væru í raun í stríði. Það væri hættulegt að gera það ekki. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Hópurinn kallast á ensku „Department of Special Tasks“ eða „Séraðgerðasveitin“ og notast vestrænir embættismenn við skammstöfunina SSD. Hún var stofnuð árið 2023 og mun vera skipuð útsendurum sem komið hafa að víðfrægum aðgerðum Rússa í Evrópu á undanförnum árum. Í frétt Wall Street Journal, þar sem kafað er ofan í saumana á SSD, segir að sveitin sé mynduð útsendurum úr ýmsum leyniþjónustum Rússlands. Þá hafi SSD tekið yfir fræga deild sem nefnist „sveit 29155“ en meðlimir hennar komu meðal annars að því að eitra fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Englandi árið 2018. Telja sig í átökum við Vesturlönd Vestrænir embættismenn sögðu í samtali við blaðamenn WSJ að ráðamenn í Rússlandi telji Vesturlönd bera sameiginlega ábyrgð á árásum Úkraínumanna í Rússlandi, eins og banatilræðum og dróna- og eldflaugaárásum, auk skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunni. Rússar eru sagðir telja sig eiga í átökum við Vesturlönd. Þess vegna séu þeir að stofna nýjar herdeildir og hóta notkun kjarnorkuvopna. Sveitin er talin hafa spilað stóra rullu í því að reyna að koma sérhönnuðum og vel dulbúnum eldsprengjum um borð í flugvélar DHL. Sprengjurnar munu hafa átt að berast til Bandaríkjanna. Séraðgerðasveitin hefur þrjú meginverkefni. Þau eru að fremja skemmdarverk og banatilræði á erlendri grundu. Að koma útsendurum fyrir í vestrænum fyrirtækjum og háskólum og að fá fólk til að njósna fyrir Rússa og þjálfa það. Meðal annars er sveitin sögð hafa reynt að laða að útsendara frá Úkraínu, þróunarríkjum og öðrum ríkjum eins og Serbíu, sem álitin eru vinsamleg af ráðamönnum á Vesturlöndum. Þar að auki er sveitin sögð stýra sérstakri deild þar sem margar sérsveitum rússneska heraflans fá þjálfun. Séraðgerðasveitin er sögð beina sjónum sínum sérstaklega að Þýskalandi, sökum þess að ráðamenn í Rússlandi telja ríkið veikan hlekk innan Atlantshafsbandalagsins. Er það vegna þess hve mikið Þjóðverjar hafa reitt sig á orkuinnflutning frá Rússlandi og jákvæðra sjónarmiða til Rússlands meðal stjórnmálamanna og almennings. Höfuðstöðvar GRU í Moskvu, þar sem Séraðgerðasveitin er til húsa.Getty Leidd af reynslumiklum mönnum SSD er leidd af tveimur mönnum. Andrey Vladimirovich Averyanov er æðstur og undir honum er Ivan Sergeevich Kasianenko. Averyanov barðist í Téténíu á árum áður og er eftirlýstur í Tékklandi fyrir meinta þátttöku hans í sprengjuárás í vopnageymslu þar í landið árið 2014. Sú árás mun hafa verið framin af Sveit 29155. Sjá einnig: Lýsa eftir sömu Rússum sem sakaðir voru um Skripal-árásina Averyanov hefur einnig hlotið æðsta heiður Rússlands, sem Vladimír Pútín, forseti, veitti honum fyrir aðkomu hans að ólöglegu hernámi og innlimun Krímskaga af Úkraínu. Kasianenko, sem sagður er hafa starfað um árabil hjá GRU, er talinn hafa skipulagt banatilræðið gegn Skripal. Hann mun nú halda utan um aðgerðir sveitarinnar í Evrópu og yfirtöku GRU á aðgerðum Wagner Group í Afríku, eftir að Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins dó árið 2023. Rannsóknarmiðillinn Insider sagði frá því í janúar að Kasianenko hefði sömuleiðis komið að því að fjármagna vígahópa í Afganistan og siga þeim á bandaríska hermenn og bandamenn þeirra. Samkvæmt heimildarmönnum WSJ bæði á Vesturlöndum og í Rússlandi heyrir Séraðgerðasveitin undir Pútín en leiðtogum hennar er ekki skylt að leita til hans eftir samþykki á aðgerðum þeirra. Ákærðu meðlimi sveitarinnar Evrópusambandið beitti refsiaðgerðum gegn Séraðgerðasveitinni í desember, vegna árása og skemmdarverka í Evrópu og víðar, og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði nokkra meðlimi sveitarinnar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur heitið tíu milljónum dala fyrir upplýsingar um fimm meðlimi sveitarinnar sem sakaðir hafa verið um tölvuárásir í Úkraínu. Meðal ráðamanna á Vesturlöndum hefur verið kallað eftir frekari hertum aðgerðum vegna árása Rússa og auknum viðbúnaði. Einn heimildarmaður WSJ innan NATO sagði að Vesturlönd þyrftu að líta svo á að þau væru í raun í stríði. Það væri hættulegt að gera það ekki.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37