Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 17. febrúar 2025 10:16 Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins. Risaupphæðir eins 500 milljarðar Bandaríkjadala hafa verið nefndar. ESB mun svo væntanleg að mestu sitja uppi með kostnaðinn að enduruppbyggingu Úkraínu sem verður erfitt. NATO ríki sem mörg eru í ESB eiga svo að auki að verja 5% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Trump vill einbeita sér að sínum eigin landamærum og svo að Asíu vegna uppgangs Kína auk þess sem staðan í Mið-Austurlöndum viðkvæm. Í þeirri stórveldasamkeppni sem nú er í gangi borgar sig sennilega fyrir Bandaríkin að bæta samskipti við Rússland. Þannig geta Bandaríkin styrkt sína stöðu gagnvart Kína. Evrópa skiptir nú minna máli. Donald Trump er hvorki vinur ESB eða NATO. Þetta er slæm staða fyrir Evrópu, en að mínum dómi sá verukeiki sem við stöndum frammi fyrir nú. Kröfur Pútin KröfurVladimir Pútin varðandi friðarsamninga eru að: (i) Úkraína verði alltaf hlutlaust ríki og aldrei í NATO, (ii) að Úkraína láti af hendi fjögur héruð (Donetsk, Luhansk, Kherson and Zaporizhzhia oblasts), og (iii) að Krímskaginn tilheyri Rússlandi. Pútin vill ekki vopnahlé af ótta við að það verði notað til að vopnavæða Úkraínu enn frekar og þjálfa fleiri hermann. Rússar vilja ekki semja við Volodymyr Zelensky og staða hans er veik. Pútin vill tala beint við Donald Trump, ekki ESB. Óskynsamlega ummæli leiðtoga ESB Leiðtogar ESB og Evrópuríkja hafa áhyggjur og óttast að þeir verði ekki hafðir með í ráðum varðandi friðarsamninga um Úkraínu. Sumir leiðtogar ESB hafa talað ógætilega og í raun hefur ESB málað sig út í horn í málinu. Kaja Kallas utanríkismála- og öryggisstefnustjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur t.d. talað um að brjóta Rússland í mörg smáríki. Slík ummæli eru ekki líkleg til að stuðla að friði eða byggja upp traust. Staða ESB til að koma að málum er veik og lausn málsins í höndum Trump. Evrópa og Úkraínu verða í aukahlutverki. Ef Rússar fá ekki sínar kröfur samþykktar halda þeir stríðinu sennilega áfram og gætu t.d. reynt að ná borgum eins og Odessa og Kharkiv. Ólíkir hagsmunir Bandaríkjanna og ESB Varnarmálráðherra Bandaríkjanna hefur nýlega sagt að Úkraína fái ekki aðild að NATO og þar með ekki svokallað „Article 5 guarantee.“ Engir Bandarískir hermenn verða í Úkraínu enda þá hætta á beinum átökum milli stórveldanna. Í friðarsamningum munu Rússar aldrei samþykka NATO hermenn í Úkraínu enda myndi það jafngilda óformlegri NATO aðild Úkraínu. ESB aðild gæti komið til greina fyrir Úkraínu til lengri tíma litið, en yrði dýr fyrir ESB, sem stendur illa fjárhagslega og hefur litla burði til að byggja Úkraínu upp eftir stríð nema á mjög löngu tímabili. Bandaríkin líta á þetta sem vandamál Evrópu og vilja einbeita sér að sínum eigin landamærum og stórveldasamkeppninni við Kína. Úkraína gæti orðið hlutlaust ríki eins og Finnland var og Austurríki er, en ólíkt þessum löndum yrði Úkraína fátækt land með óvissa framtíð. Vopnaskortur og skortur á hermönnum háir Úkraínu nú í auknum mæli. Zelensky er ekki tilbúinn að lækka herskyldu niður í 18 ár, sem er skiljanlega afstaða, enda þarf fólk til að byggja landið upp að stríði loknu auk þess sem þetta væri mjög óvinsæl ákvörðun innanlands. Pútin er tilbúinn að semja, en setur afarkosti Stóra spurningin nú er hvort vesturlönd eru tilbúin að ganga að kröfum Pútin eða ekki? Hvort Zelensky er með í samningaviðræðum skiptir minna máli. Pútin rekur nú fleyg á milli ESB og Bandaríkjanna og einangrar Zelensky. Trump og Pútin skjalla svo hvor annan og bjóða hvor öðrum í opinberar heimsóknir. Alþjóðasamskipti snúast um að velja skásta kostinn af slæmum kostum. Það virðist enginn góður kostur mögulegur við núverandi aðstæður. Við sjáum betur og betur skelfilegar afleiðingar ályktunar leiðtogafundar NATO í Búkarest í apríl 2008 þar sem ályktað var að Úkraína færi í NATO. Þar var George W. Bush þá forseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki og á þeim fundi voru viðvaranir kanslara Þýskalands og forseta Frakklands hunsaðar. Leiðtogar ESB vilja taka harða afstöðu gagnvart Rússlandi, en Donald Trump vill semja við Pútin og væntanlega bæta samskiptin við Rússland og styrkja þannig stöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína. Pútin er tilbúinn til samninga en setur afarkosti sem erfitt er að ganga að. Stríðið gæti því haldið áfram a.m.k. einhverja mánuði enn. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Skoðun Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins. Risaupphæðir eins 500 milljarðar Bandaríkjadala hafa verið nefndar. ESB mun svo væntanleg að mestu sitja uppi með kostnaðinn að enduruppbyggingu Úkraínu sem verður erfitt. NATO ríki sem mörg eru í ESB eiga svo að auki að verja 5% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Trump vill einbeita sér að sínum eigin landamærum og svo að Asíu vegna uppgangs Kína auk þess sem staðan í Mið-Austurlöndum viðkvæm. Í þeirri stórveldasamkeppni sem nú er í gangi borgar sig sennilega fyrir Bandaríkin að bæta samskipti við Rússland. Þannig geta Bandaríkin styrkt sína stöðu gagnvart Kína. Evrópa skiptir nú minna máli. Donald Trump er hvorki vinur ESB eða NATO. Þetta er slæm staða fyrir Evrópu, en að mínum dómi sá verukeiki sem við stöndum frammi fyrir nú. Kröfur Pútin KröfurVladimir Pútin varðandi friðarsamninga eru að: (i) Úkraína verði alltaf hlutlaust ríki og aldrei í NATO, (ii) að Úkraína láti af hendi fjögur héruð (Donetsk, Luhansk, Kherson and Zaporizhzhia oblasts), og (iii) að Krímskaginn tilheyri Rússlandi. Pútin vill ekki vopnahlé af ótta við að það verði notað til að vopnavæða Úkraínu enn frekar og þjálfa fleiri hermann. Rússar vilja ekki semja við Volodymyr Zelensky og staða hans er veik. Pútin vill tala beint við Donald Trump, ekki ESB. Óskynsamlega ummæli leiðtoga ESB Leiðtogar ESB og Evrópuríkja hafa áhyggjur og óttast að þeir verði ekki hafðir með í ráðum varðandi friðarsamninga um Úkraínu. Sumir leiðtogar ESB hafa talað ógætilega og í raun hefur ESB málað sig út í horn í málinu. Kaja Kallas utanríkismála- og öryggisstefnustjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur t.d. talað um að brjóta Rússland í mörg smáríki. Slík ummæli eru ekki líkleg til að stuðla að friði eða byggja upp traust. Staða ESB til að koma að málum er veik og lausn málsins í höndum Trump. Evrópa og Úkraínu verða í aukahlutverki. Ef Rússar fá ekki sínar kröfur samþykktar halda þeir stríðinu sennilega áfram og gætu t.d. reynt að ná borgum eins og Odessa og Kharkiv. Ólíkir hagsmunir Bandaríkjanna og ESB Varnarmálráðherra Bandaríkjanna hefur nýlega sagt að Úkraína fái ekki aðild að NATO og þar með ekki svokallað „Article 5 guarantee.“ Engir Bandarískir hermenn verða í Úkraínu enda þá hætta á beinum átökum milli stórveldanna. Í friðarsamningum munu Rússar aldrei samþykka NATO hermenn í Úkraínu enda myndi það jafngilda óformlegri NATO aðild Úkraínu. ESB aðild gæti komið til greina fyrir Úkraínu til lengri tíma litið, en yrði dýr fyrir ESB, sem stendur illa fjárhagslega og hefur litla burði til að byggja Úkraínu upp eftir stríð nema á mjög löngu tímabili. Bandaríkin líta á þetta sem vandamál Evrópu og vilja einbeita sér að sínum eigin landamærum og stórveldasamkeppninni við Kína. Úkraína gæti orðið hlutlaust ríki eins og Finnland var og Austurríki er, en ólíkt þessum löndum yrði Úkraína fátækt land með óvissa framtíð. Vopnaskortur og skortur á hermönnum háir Úkraínu nú í auknum mæli. Zelensky er ekki tilbúinn að lækka herskyldu niður í 18 ár, sem er skiljanlega afstaða, enda þarf fólk til að byggja landið upp að stríði loknu auk þess sem þetta væri mjög óvinsæl ákvörðun innanlands. Pútin er tilbúinn að semja, en setur afarkosti Stóra spurningin nú er hvort vesturlönd eru tilbúin að ganga að kröfum Pútin eða ekki? Hvort Zelensky er með í samningaviðræðum skiptir minna máli. Pútin rekur nú fleyg á milli ESB og Bandaríkjanna og einangrar Zelensky. Trump og Pútin skjalla svo hvor annan og bjóða hvor öðrum í opinberar heimsóknir. Alþjóðasamskipti snúast um að velja skásta kostinn af slæmum kostum. Það virðist enginn góður kostur mögulegur við núverandi aðstæður. Við sjáum betur og betur skelfilegar afleiðingar ályktunar leiðtogafundar NATO í Búkarest í apríl 2008 þar sem ályktað var að Úkraína færi í NATO. Þar var George W. Bush þá forseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki og á þeim fundi voru viðvaranir kanslara Þýskalands og forseta Frakklands hunsaðar. Leiðtogar ESB vilja taka harða afstöðu gagnvart Rússlandi, en Donald Trump vill semja við Pútin og væntanlega bæta samskiptin við Rússland og styrkja þannig stöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína. Pútin er tilbúinn til samninga en setur afarkosti sem erfitt er að ganga að. Stríðið gæti því haldið áfram a.m.k. einhverja mánuði enn. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun