Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2025 18:31 Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Vegagerð Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun