Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar