Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 08:08 Ef marka má Pútín eru viðræður um frið í Úkraínu aðeins skammt á veg komnar. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira