Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar 26. febrúar 2025 15:01 Í dómsmáli var dæmt meðal annars á grundvelli svokallaðra undirritaðra greiðsluviðurkenninga sem samt var sýnt fram á að væru á ýmsan hátt vafasamar en neitað að líta til raunverulegra bankagreiðsla. Dómsmálið var háð vegna ógreiddra reikninga belgísks fyrirtækis að nafni De Klipper vegna þess að það hafði aðeins greitt um helming þeirra reikninga sem þeim höfðu verið sendir vegna viðskipta okkar á milli og ætlaði greinilega ekki að greiða meira. Sem svar frá De Klipper voru lögð fram afrit reikninga. Á þá höfðu verið handritaðar greiðsluviðurkenningar sem virtust meðal annars undirritaðar með minni undirskrift. Þær virtust að minnsta kosti vera það í fyrstu. Viðskiptin höfðu staðið yfir í þrjá og hálfan mánuð en var þá slitið. Málshöfðunina lagði ég fram á vegum seljanda fisksins, fyrirtækisins C Trade ehf. sem ég var titlaður stjórnarformaður fyrir. Auk reikninga og flutningspappíra, sem staðfestu viðskiptin og hvað hefði verið greitt og hvað ekki, voru til tölvupóstar með viðurkenningum um að skuld væri fyrir hendi. Forráðamenn De Klipper töldu á þeim tíma, samkvæmt þeim, að hún ætti að vera lægri vegna ýmissa almennt orðaðra vankanta. Samt höfðum við slegið af vörunni í samræmi við kröfur þeirra þar að lútandi meðan viðskiptin stóðu yfir. Eftir framlagningu reikninganna með hinum handrituðu greiðsluviðurkenningum var því haldið fram að allt hefði verið greitt en ekki lengur að minna vantaði upp á greiðslurnar en reikningar segðu til um. Samkvæmt dagsetningum voru greiðsluviðurkenningarnar ritaðar á undan ofangreindum tölvupóstum þar sem viðurkennt hafði verið að skuld væri fyrir hendi. Allar eldri greiðsluviðurkenningarnar voru með undirritun félaga míns Jónasar Snorrasonar í fyrirtækinu sem titlaður var framkvæmdastjóri C Trade. Tuttugu og einn síðustu reikningarnir voru með, að því er virtist í fyrstu, undirritunum okkar beggja, minni og hans. Ekki var fjarri því að það væru þeir sem voru ógreiddir. Ekki er ofsagt að þessi framlagning reikninganna með ofangreindum viðbótum hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ég hafði ekki áritað þessa reikninga hvað þá undirritað greiðsluviðurkenningarnar. Þessi félagi minn virtist hafa verið í liði með hinu erlenda fyrirtæki frá byrjun viðskipta þar sem sammælst hefði verið um að hafa eins mikið fé af mér og frekast var unnt. Af minni hálfu var mótmælt kröftuglega og þess krafist að frumritin yrðu lögð fram og greiðslugögn sem sýndu að raunverulegar greiðslur hefðu verið inntar af hendi. Frumritin af reikningunum bárust loksins eftir hálft ár en gögn um greiðslur bárust aldrei. Lögmaður De Klipper fullyrti að greiðsluviðurkenningarnar væru nægar sannanir enda hefði ég ekki afsannað að þær væru mínar. Dómarinn lét þær áskoranir mínar sem vind um eyrun þjóta að fara fram á eða stuðla að því á einhvern hátt að kröfu þess efnis að bankagögn um ætlaðar greiðslur yrðu lagðar fram. Til þess að leggja sem mesta áherslu á málið var að lokum lögð fram svokölluð réttarfarsleg krafa um það. Benda má á að lítið mál er að leggja þessi gögn fram ef þau eru þá yfirleitt til. Ég var viss um að svo væri ekki. Við framlagningu hefðu þau algjörlega svift fótunum undan málatilbúnaði mínum. Fljótlega fann ég hnökra á fölsununum eins og til dæmis fjórar stafaleiðréttingar í um tuttugu undirritunum auk þess sem mér virtist skriftin ýkt. Einnig voru dagsetningarnar á greiðsluviðurkenningunum alltaf nákvæmlega mánuði eftir dagsetningu reiknings sem furðu oft virtist vera á helgardögum og hvor undirritun fyrir sig alltaf ritaðar með sama penna. Í heimsókn til De Klipper í Belgíu hafði ég áritað um 27 elstu reikningana (af 48) að beiðni forsjármanna þess. Þeir voru hins vegar ekki lagðir fram í dómnum. Hinum aðila málsins virtist ekki hafa fundist það henta að fyrirmyndirnar fyrir fölsununum yrðu hafðar til samanburðar svo bara höfðu verið prentaðir fleiri reikningar út úr tölvunni og skrifaðar á þá greiðsluviðurkenningarnar með undirritunum Jónasar. Ástæðan fyrir þessum áritunum mínum var sú að forráðamenn De Klipper höfðu tjáð mér svokölluð vandræði sín við að fá þá viðurkennda fyrir yfirvöldum þar í landi þar sem þeir voru útskriftir úr tölvu. Ég hafði áður gert það fyrir annan viðskiptavin frá næsta landi við án eftirmála. Ég neitaði að árita fleiri reikninga eftir að ég kom úr ferðinni vegna þess að traust mitt var þverrandi. Það var mánuði áður en viðskiptunum var slitið. Eftir sem áður áttu þeir hjá sér þessar 27 undirritanir mínar. Fljótlega bárust böndin að því að áritanirnar á hina eldri reikninga hefðu verið notaðar sem fyrirmyndir fyrir falsanirnar sem hefðu verið gerðar fríhendis. Einhver góður falsari virtist hafa verið fenginn til þess. Ég bar undirritanirnar undir íslenskan rithandarsérfræðing. Eftir stutta yfirlitskönnun fannst honum rithöndin vera mín en samt sem áður margt tortryggilegt sem hann benti á. Stundum virtist handrituninni hafa verið hnikað til auk þess sem afritin höfðu verið stimpluð án þess að áritað hefði verið á stimpilinn. Hann vakti athygli á miklum fjölda ljósritana af reikningunum áður en greiðsluviðurkenningarnar höfðu verið ritaðar á þá. Það er unnt að sjá vegna þess að vélritun verður örlítið ógreinilegri við hverja ljósritun. Eftir að ljóst var að dómarinn myndi ekki vera fáanlegur til þess að styðja kröfu um framlagningu gagna um raunverulegar greiðslur fannst mér ég vera settur í mjög þrönga stöðu. Ef ég færi ekki fram á rannsókn á undirritununum, það er rannsókn á því hvort þær væru raunverulega mínar eða falsanir, hlyti ég að tapa málinu. Þá taldi ég að lögmaður De Klipper myndi halda því hávært fram að ég hefði undirritað greiðsluviðurkenningarnar enda hefði ég ekkert gert til þess að afsanna að svo væri. Ég taldi augljóst að dómarinn myndi hallast að málstað hans. Ég held ég hafi aldrei vitað jafn lítið hvað ég væri að fara út í. Málflytjendur eiga samkvæmt lögum að stýra rannsókninni saman án afskipta dómarans. Þeir hafa hvor fyrir sig samt sem áður vald til að fara sínu fram óháð vilja hins. Það þýðir í raun að sá sem biður um rannsóknina (ég) reynir að koma henni í gegn en hinn aðilinn getur tafið fyrir á öllum stigum málsins og þar með gert málið dýrara næstum því að vild. Það leið heilt ár áður en niðurstöðurnar litu dagsins ljós. Sérfræðingnum, sem framkvæmdi rannsóknina, sem var Breti virtust þær sem sagt ekki falsaðar. Við lestur á greinargerð sérfræðingsins kom í ljós að tvennt hafði í meginatriðum verið rannsakað. Annað var í hve miklum mæli skriftin líktist minni. Hitt var að hinar handrituðu greiðsluviðurkenningar höfðu verið ritaðar meðan bunki af næstu reikningum hefði verið undir og birst þar sem för á pappírunum sem unnt er að gera sýnileg í þar til gerðu tæki. Þetta olli mér miklum heilabrotum um skeið. Það sýndi fram á að gerði falsarinn villu í sínum eftirlíkingum varð hann að byrja aftur frá fyrsta reikningi sem hann hefði falsað undirritun mína á. Það voru allt að 21 undirskrift. Síðar varð mér ljóst að það hafði falsarinn einmitt gert. Það var skýringin á öllum ljósritununum. Hann hafði byrjað aftur og aftur þangað til hann var orðinn þokkalega sáttur við árangurinn í heild. Það var einnig skýringin á leiðréttingunum fjórum. Falsarinn var, þó fær væri, þrátt fyrir allt ekki færari en svo að hann þurfti á þeim að halda. Í greinargerðinni sem sérfræðingurinn skilaði kom fram að hann hefði fengið sent skjal sem hann aðspurður tjáði mér að komið hefði beint frá dómaranum sjálfum í málinu. Í því var að finna fullyrðingu frá erlendum lögmanni hins aðilans um að undirritanirnar hefðu verið framkvæmdar í viðurvist forráðamanna De Klipper. Það gat ekki verið rétt. Eins og ég hafði bent á og hélt áfram að benda á voru lang flestar þeirra á reikningum sem ekki höfðu verið gerðir þegar ég fór utan á fund til þeirra og áritaði gömlu reikningana. Ég hélt að dómarar gerðu ekki svona. Mér virtist rannsóknin flausturslega unnin. Kannski vegna áhrifa dómarans. Strax var ákveðið að fá svokallað yfirmat, það er endurskoðun á þeirri rannsókn sem fyrir liggur. Tveir Þjóðverjar framkvæmdu hana. Það tók líka um ár að fá það framkvæmt. Ekki vegna tafa sem hinn aðili málsins náði fram á sama hátt og í fyrra skiptið heldur vegna þess hve málið sóttist seint hjá rannsakendunum. Þeir skiluðu ekki af sér fyrr en eftir um átta mánuði og virtust þá hafa klárað verkefnið fyrir þó nokkru síðan. Ekki tókst þá betur til. Þeir sendu greinargerðina í sjópósti sem frestaði málinu um meira en tvo mánuði í viðbót. Með öðrum töfum og undirbúningi tók þessi matsgerð einnig um eitt ár. Mér fannst tíminn sem í þetta fór vera eins og eftir pöntun frá De Klipper. Þeir kröfðust einnig miklu hærri þóknunar en ég taldi að samkomulag hefði verið um í upphafi en útskýringar rýrari en látið var í veðri vaka fyrirfram. Niðurstaða yfirmatsins var eins og í fyrra matinu að líklegast hefði ég ritað greiðsluviðurkenningarnar sjálfur. Skýrsla þeirra var meira unnin og útskýrð en hin fyrri þannig að ég gat séð hvernig þeir fóru að þessu. Mér fannst þeir í einhverjum tilfellum vera nálægt því að komast að því að skriftin væri ekki mín en fylgdu þá ekki þræðinum. Mér virtist þeir satt að segja líta til hægri þegar lausnin virtist vera til vinstri. Til dæmis höfðu þeir gert könnun á því hvernig þrýstingur pennans dreifðist í undirritununum og virtust ekki fá þá niðurstöðu að hann væri sá sami og í mínum en kjöftuðu sig út úr því með því að segja í grundvallaratriðum að erfitt væri að meta þetta. Þeir höfðu uppgötvað hinar miklu ljósritanir án þess að setja það í samhengi við það að mögulegur falsari byrjaði bara aftur frá fyrsta reikningi ef hann gerði villu í eftirlíkingunni. För eftir undirritanir í mínu nafni kom aldrei fram nema á næsta reikningi en annað sem handritað kom iðulega fram á fleirum sem gat bent til þess að bara eitt blað hefði verið undir þegar líkt var eftir minni undirritun. Þeir lögðu enga merkingu í það. Þeir töldu í meðallagi erfitt að líkja eftir mínum undirritunum. Í ljós kom að ekki var tekið tillit til þess að ég ritaði eins konar blokkskrift sem gerir eftirlíkingar miklu auðveldari vegna þess að þá er unnt að stansa nokkrum sinnum í undirrituninni án þess að það sjáist og hugsa hvernig best sé að rita næstu stafi. Þeir skoðuðu hinar mörgu leiðréttingar í undirritununum en töldu að ýmsar bjaganir í minni skrift útskýrðu þær. Samt sem áður voru þær aldrei leiðréttar. Raunverulegar leiðréttingar mínar komu einungis fyrir þegar ég sleppti úr staf. Leiðréttingar falsarans voru allt annars eðlis. Þeir töldu ekki ómögulegt að mjög góður falsari hefði verið að verki. Það var það sem ég hélt sjálfur. Ég reyndi að fá það fram að þriðja rannsóknin yrði gerð til skoðunar á því hvort meistarafalsari hefði verið að verki. Því var hafnað bæði fyrir héraðdómi og Hæstarétti. Ég hafði um þessar mundir farið að athuga sjálfur hinar svokölluðu undirritanir. Ég hafði fengið konu úr stórfjölskyldu minni Helgu að nafni til þess að reyna að líkja eftir skriftinni minni. Hún var mjög listræn og flink að teikna eftir fyrirmyndum. Henni tókst þetta ótrúlega vel. Það var ljóst eftir fyrstu tilraun. Eftir umfangsmikla skoðun á undirritununum komst ég að því að einungis var notaður takmarkaður fjöldi stafagerða við fölsunina. Einnig uppgötvaði ég fleiri hnökra á eftirlíkingunni. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að enginn ritar undirritun sína nákvæmlega eins í hvert skipti, ekki einu sinni tvisvar. Við til dæmis flokkun á hverjum staf koma í ljós mismunandi algengar stafagerðir í hverri undirritun. Ég sá að falsarinn líkti ekki eftir heilli undirritun heldur einstökum stöfum sem valdir voru hér og þar úr mörgum undirskriftum. Ég sá það á því að þarna var að finna sjaldgæf fyrirbrigði í minni skrift sem komu fram sem einhver þau algengustu. Þeir stafir sem auðveldast var að líkja eftir virtust vera valdir framar öðrum. Ég gat ekki betur séð en að valið á stöfunum fylgdi ákveðnu kerfi en tókst ekki fyrr en síðar að leiða það mál til endanlegra lykta. Ég tapaði málinu fyrir héraðsdómi. Langt var enn til lands í þessu máli sem áfram verður lýst í annarri grein sem vonandi verður birt á morgun hér á Vísi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dómsmáli var dæmt meðal annars á grundvelli svokallaðra undirritaðra greiðsluviðurkenninga sem samt var sýnt fram á að væru á ýmsan hátt vafasamar en neitað að líta til raunverulegra bankagreiðsla. Dómsmálið var háð vegna ógreiddra reikninga belgísks fyrirtækis að nafni De Klipper vegna þess að það hafði aðeins greitt um helming þeirra reikninga sem þeim höfðu verið sendir vegna viðskipta okkar á milli og ætlaði greinilega ekki að greiða meira. Sem svar frá De Klipper voru lögð fram afrit reikninga. Á þá höfðu verið handritaðar greiðsluviðurkenningar sem virtust meðal annars undirritaðar með minni undirskrift. Þær virtust að minnsta kosti vera það í fyrstu. Viðskiptin höfðu staðið yfir í þrjá og hálfan mánuð en var þá slitið. Málshöfðunina lagði ég fram á vegum seljanda fisksins, fyrirtækisins C Trade ehf. sem ég var titlaður stjórnarformaður fyrir. Auk reikninga og flutningspappíra, sem staðfestu viðskiptin og hvað hefði verið greitt og hvað ekki, voru til tölvupóstar með viðurkenningum um að skuld væri fyrir hendi. Forráðamenn De Klipper töldu á þeim tíma, samkvæmt þeim, að hún ætti að vera lægri vegna ýmissa almennt orðaðra vankanta. Samt höfðum við slegið af vörunni í samræmi við kröfur þeirra þar að lútandi meðan viðskiptin stóðu yfir. Eftir framlagningu reikninganna með hinum handrituðu greiðsluviðurkenningum var því haldið fram að allt hefði verið greitt en ekki lengur að minna vantaði upp á greiðslurnar en reikningar segðu til um. Samkvæmt dagsetningum voru greiðsluviðurkenningarnar ritaðar á undan ofangreindum tölvupóstum þar sem viðurkennt hafði verið að skuld væri fyrir hendi. Allar eldri greiðsluviðurkenningarnar voru með undirritun félaga míns Jónasar Snorrasonar í fyrirtækinu sem titlaður var framkvæmdastjóri C Trade. Tuttugu og einn síðustu reikningarnir voru með, að því er virtist í fyrstu, undirritunum okkar beggja, minni og hans. Ekki var fjarri því að það væru þeir sem voru ógreiddir. Ekki er ofsagt að þessi framlagning reikninganna með ofangreindum viðbótum hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ég hafði ekki áritað þessa reikninga hvað þá undirritað greiðsluviðurkenningarnar. Þessi félagi minn virtist hafa verið í liði með hinu erlenda fyrirtæki frá byrjun viðskipta þar sem sammælst hefði verið um að hafa eins mikið fé af mér og frekast var unnt. Af minni hálfu var mótmælt kröftuglega og þess krafist að frumritin yrðu lögð fram og greiðslugögn sem sýndu að raunverulegar greiðslur hefðu verið inntar af hendi. Frumritin af reikningunum bárust loksins eftir hálft ár en gögn um greiðslur bárust aldrei. Lögmaður De Klipper fullyrti að greiðsluviðurkenningarnar væru nægar sannanir enda hefði ég ekki afsannað að þær væru mínar. Dómarinn lét þær áskoranir mínar sem vind um eyrun þjóta að fara fram á eða stuðla að því á einhvern hátt að kröfu þess efnis að bankagögn um ætlaðar greiðslur yrðu lagðar fram. Til þess að leggja sem mesta áherslu á málið var að lokum lögð fram svokölluð réttarfarsleg krafa um það. Benda má á að lítið mál er að leggja þessi gögn fram ef þau eru þá yfirleitt til. Ég var viss um að svo væri ekki. Við framlagningu hefðu þau algjörlega svift fótunum undan málatilbúnaði mínum. Fljótlega fann ég hnökra á fölsununum eins og til dæmis fjórar stafaleiðréttingar í um tuttugu undirritunum auk þess sem mér virtist skriftin ýkt. Einnig voru dagsetningarnar á greiðsluviðurkenningunum alltaf nákvæmlega mánuði eftir dagsetningu reiknings sem furðu oft virtist vera á helgardögum og hvor undirritun fyrir sig alltaf ritaðar með sama penna. Í heimsókn til De Klipper í Belgíu hafði ég áritað um 27 elstu reikningana (af 48) að beiðni forsjármanna þess. Þeir voru hins vegar ekki lagðir fram í dómnum. Hinum aðila málsins virtist ekki hafa fundist það henta að fyrirmyndirnar fyrir fölsununum yrðu hafðar til samanburðar svo bara höfðu verið prentaðir fleiri reikningar út úr tölvunni og skrifaðar á þá greiðsluviðurkenningarnar með undirritunum Jónasar. Ástæðan fyrir þessum áritunum mínum var sú að forráðamenn De Klipper höfðu tjáð mér svokölluð vandræði sín við að fá þá viðurkennda fyrir yfirvöldum þar í landi þar sem þeir voru útskriftir úr tölvu. Ég hafði áður gert það fyrir annan viðskiptavin frá næsta landi við án eftirmála. Ég neitaði að árita fleiri reikninga eftir að ég kom úr ferðinni vegna þess að traust mitt var þverrandi. Það var mánuði áður en viðskiptunum var slitið. Eftir sem áður áttu þeir hjá sér þessar 27 undirritanir mínar. Fljótlega bárust böndin að því að áritanirnar á hina eldri reikninga hefðu verið notaðar sem fyrirmyndir fyrir falsanirnar sem hefðu verið gerðar fríhendis. Einhver góður falsari virtist hafa verið fenginn til þess. Ég bar undirritanirnar undir íslenskan rithandarsérfræðing. Eftir stutta yfirlitskönnun fannst honum rithöndin vera mín en samt sem áður margt tortryggilegt sem hann benti á. Stundum virtist handrituninni hafa verið hnikað til auk þess sem afritin höfðu verið stimpluð án þess að áritað hefði verið á stimpilinn. Hann vakti athygli á miklum fjölda ljósritana af reikningunum áður en greiðsluviðurkenningarnar höfðu verið ritaðar á þá. Það er unnt að sjá vegna þess að vélritun verður örlítið ógreinilegri við hverja ljósritun. Eftir að ljóst var að dómarinn myndi ekki vera fáanlegur til þess að styðja kröfu um framlagningu gagna um raunverulegar greiðslur fannst mér ég vera settur í mjög þrönga stöðu. Ef ég færi ekki fram á rannsókn á undirritununum, það er rannsókn á því hvort þær væru raunverulega mínar eða falsanir, hlyti ég að tapa málinu. Þá taldi ég að lögmaður De Klipper myndi halda því hávært fram að ég hefði undirritað greiðsluviðurkenningarnar enda hefði ég ekkert gert til þess að afsanna að svo væri. Ég taldi augljóst að dómarinn myndi hallast að málstað hans. Ég held ég hafi aldrei vitað jafn lítið hvað ég væri að fara út í. Málflytjendur eiga samkvæmt lögum að stýra rannsókninni saman án afskipta dómarans. Þeir hafa hvor fyrir sig samt sem áður vald til að fara sínu fram óháð vilja hins. Það þýðir í raun að sá sem biður um rannsóknina (ég) reynir að koma henni í gegn en hinn aðilinn getur tafið fyrir á öllum stigum málsins og þar með gert málið dýrara næstum því að vild. Það leið heilt ár áður en niðurstöðurnar litu dagsins ljós. Sérfræðingnum, sem framkvæmdi rannsóknina, sem var Breti virtust þær sem sagt ekki falsaðar. Við lestur á greinargerð sérfræðingsins kom í ljós að tvennt hafði í meginatriðum verið rannsakað. Annað var í hve miklum mæli skriftin líktist minni. Hitt var að hinar handrituðu greiðsluviðurkenningar höfðu verið ritaðar meðan bunki af næstu reikningum hefði verið undir og birst þar sem för á pappírunum sem unnt er að gera sýnileg í þar til gerðu tæki. Þetta olli mér miklum heilabrotum um skeið. Það sýndi fram á að gerði falsarinn villu í sínum eftirlíkingum varð hann að byrja aftur frá fyrsta reikningi sem hann hefði falsað undirritun mína á. Það voru allt að 21 undirskrift. Síðar varð mér ljóst að það hafði falsarinn einmitt gert. Það var skýringin á öllum ljósritununum. Hann hafði byrjað aftur og aftur þangað til hann var orðinn þokkalega sáttur við árangurinn í heild. Það var einnig skýringin á leiðréttingunum fjórum. Falsarinn var, þó fær væri, þrátt fyrir allt ekki færari en svo að hann þurfti á þeim að halda. Í greinargerðinni sem sérfræðingurinn skilaði kom fram að hann hefði fengið sent skjal sem hann aðspurður tjáði mér að komið hefði beint frá dómaranum sjálfum í málinu. Í því var að finna fullyrðingu frá erlendum lögmanni hins aðilans um að undirritanirnar hefðu verið framkvæmdar í viðurvist forráðamanna De Klipper. Það gat ekki verið rétt. Eins og ég hafði bent á og hélt áfram að benda á voru lang flestar þeirra á reikningum sem ekki höfðu verið gerðir þegar ég fór utan á fund til þeirra og áritaði gömlu reikningana. Ég hélt að dómarar gerðu ekki svona. Mér virtist rannsóknin flausturslega unnin. Kannski vegna áhrifa dómarans. Strax var ákveðið að fá svokallað yfirmat, það er endurskoðun á þeirri rannsókn sem fyrir liggur. Tveir Þjóðverjar framkvæmdu hana. Það tók líka um ár að fá það framkvæmt. Ekki vegna tafa sem hinn aðili málsins náði fram á sama hátt og í fyrra skiptið heldur vegna þess hve málið sóttist seint hjá rannsakendunum. Þeir skiluðu ekki af sér fyrr en eftir um átta mánuði og virtust þá hafa klárað verkefnið fyrir þó nokkru síðan. Ekki tókst þá betur til. Þeir sendu greinargerðina í sjópósti sem frestaði málinu um meira en tvo mánuði í viðbót. Með öðrum töfum og undirbúningi tók þessi matsgerð einnig um eitt ár. Mér fannst tíminn sem í þetta fór vera eins og eftir pöntun frá De Klipper. Þeir kröfðust einnig miklu hærri þóknunar en ég taldi að samkomulag hefði verið um í upphafi en útskýringar rýrari en látið var í veðri vaka fyrirfram. Niðurstaða yfirmatsins var eins og í fyrra matinu að líklegast hefði ég ritað greiðsluviðurkenningarnar sjálfur. Skýrsla þeirra var meira unnin og útskýrð en hin fyrri þannig að ég gat séð hvernig þeir fóru að þessu. Mér fannst þeir í einhverjum tilfellum vera nálægt því að komast að því að skriftin væri ekki mín en fylgdu þá ekki þræðinum. Mér virtist þeir satt að segja líta til hægri þegar lausnin virtist vera til vinstri. Til dæmis höfðu þeir gert könnun á því hvernig þrýstingur pennans dreifðist í undirritununum og virtust ekki fá þá niðurstöðu að hann væri sá sami og í mínum en kjöftuðu sig út úr því með því að segja í grundvallaratriðum að erfitt væri að meta þetta. Þeir höfðu uppgötvað hinar miklu ljósritanir án þess að setja það í samhengi við það að mögulegur falsari byrjaði bara aftur frá fyrsta reikningi ef hann gerði villu í eftirlíkingunni. För eftir undirritanir í mínu nafni kom aldrei fram nema á næsta reikningi en annað sem handritað kom iðulega fram á fleirum sem gat bent til þess að bara eitt blað hefði verið undir þegar líkt var eftir minni undirritun. Þeir lögðu enga merkingu í það. Þeir töldu í meðallagi erfitt að líkja eftir mínum undirritunum. Í ljós kom að ekki var tekið tillit til þess að ég ritaði eins konar blokkskrift sem gerir eftirlíkingar miklu auðveldari vegna þess að þá er unnt að stansa nokkrum sinnum í undirrituninni án þess að það sjáist og hugsa hvernig best sé að rita næstu stafi. Þeir skoðuðu hinar mörgu leiðréttingar í undirritununum en töldu að ýmsar bjaganir í minni skrift útskýrðu þær. Samt sem áður voru þær aldrei leiðréttar. Raunverulegar leiðréttingar mínar komu einungis fyrir þegar ég sleppti úr staf. Leiðréttingar falsarans voru allt annars eðlis. Þeir töldu ekki ómögulegt að mjög góður falsari hefði verið að verki. Það var það sem ég hélt sjálfur. Ég reyndi að fá það fram að þriðja rannsóknin yrði gerð til skoðunar á því hvort meistarafalsari hefði verið að verki. Því var hafnað bæði fyrir héraðdómi og Hæstarétti. Ég hafði um þessar mundir farið að athuga sjálfur hinar svokölluðu undirritanir. Ég hafði fengið konu úr stórfjölskyldu minni Helgu að nafni til þess að reyna að líkja eftir skriftinni minni. Hún var mjög listræn og flink að teikna eftir fyrirmyndum. Henni tókst þetta ótrúlega vel. Það var ljóst eftir fyrstu tilraun. Eftir umfangsmikla skoðun á undirritununum komst ég að því að einungis var notaður takmarkaður fjöldi stafagerða við fölsunina. Einnig uppgötvaði ég fleiri hnökra á eftirlíkingunni. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að enginn ritar undirritun sína nákvæmlega eins í hvert skipti, ekki einu sinni tvisvar. Við til dæmis flokkun á hverjum staf koma í ljós mismunandi algengar stafagerðir í hverri undirritun. Ég sá að falsarinn líkti ekki eftir heilli undirritun heldur einstökum stöfum sem valdir voru hér og þar úr mörgum undirskriftum. Ég sá það á því að þarna var að finna sjaldgæf fyrirbrigði í minni skrift sem komu fram sem einhver þau algengustu. Þeir stafir sem auðveldast var að líkja eftir virtust vera valdir framar öðrum. Ég gat ekki betur séð en að valið á stöfunum fylgdi ákveðnu kerfi en tókst ekki fyrr en síðar að leiða það mál til endanlegra lykta. Ég tapaði málinu fyrir héraðsdómi. Langt var enn til lands í þessu máli sem áfram verður lýst í annarri grein sem vonandi verður birt á morgun hér á Vísi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun