Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar 3. mars 2025 22:33 Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Miðflokkurinn Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun