RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 4. mars 2025 08:30 Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun